is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29012

Titill: 
 • Skoðanir og áhugi bænda á raforkuframleiðslu: Smávirkjanir, vindmyllur og samfélagslegt eignarhald
Útdráttur: 
 • Í þessu lokaverkefni til MA-gráðu í umhverfis- og auðlindafræði verða kynntar niðurstöður rannsóknar á skoðunum bænda og afstöðu þeirra varðandi raforkuvinnslu í sveitum landsins. Rannsóknarefnið var valið vegna aukins áhuga á heimavirkjunum sem má meðal annars greina á aukinni eftirsókn í útgefið efni tengt uppsetningu smávirkjana. Rannsóknin var framkvæmd með símaviðtölum sem spönnuðu 12 mánuði þar sem rætt var við 101 bónda en hvert viðtal samanstóð af 35 spurningum. Skoðanir og áhugi bænda á heimavirkjunum var kannaður og má í því samhengi nefna að 20% þátttakenda sem ekki stunduðu þegar raforkuvinnslu áætluðu að hefja slíka vinnslu. Bændur á aldursbilinu 36 til 45 ára, sem töldust til næst yngsta aldursflokksins í rannsókninni, voru hve líklegastir til að hafa áform um að hefja raforkuvinnslu en 50% þeirra stefndu á vinnslu. Með hækkandi aldri þátttakenda varð þeim mun ólíklegra að þeir hefðu virk áform um að hefja vinnslu; að sama skapi stefndu einungis 16,7% einstaklinga undir 35 ára á vinnslu.
  Vilji íslenskra bænda til þess að taka þátt í samvinnuverkefni við raforkuvinnslu sem byggist á samfélagslegu eignarhaldi var kannaður. Fram kom að samtals 71 af 101 þátttakendum hefur áhuga á að fjárfesta í virkjanakostum með samfélagslegu eignarhaldi, en vilji fólks til þess að taka að sér forystuhlutverk í svoleiðis verkefni reyndist hins vegar ekki mikill, en aðeins einn þátttakenda sagðist tilbúinn til þess að taka að sér forystuhlutverk.
  Skoðanir bænda á rekstri vindmylla voru kannaðar auk þess að mat var lagt á umfang og áhrif þeirra þriggja neikvæðu umhverfisþátta er andstæðingar vindmyllurekstur halda hve hæst á lofti en það eru: áhrif vindmylla á fuglalíf, sjónmengun og hljóðmengun. Einnig var afstaða íslenskra bænda gagnvart virkjunarframkvæmdum með vindmyllu kannaður með tilliti til eignarhalds virkjana. Áhugaverðustu niðurstöður í því samhengi voru að 27,5% þátttakenda var „mjög mótfallinn“ því að Landsvirkjun reisti vindmyllu í líkingu við þá sem fyrirtækið rekur nú við Búrfell í nágrenni við bújarðir þeirra. Hins vegar voru einungis 6,9% þátttakenda „mjög mótfallinn“ því að félagasamtök með nágranna þeirra innanborðs stæðu að sömu framkvæmdum. Þar að auki kom í ljós að bændur voru sjaldnast mótfallnir því að nágranni þeirra hæfi raforkuvinnslu með lítilli eða meðalstórri vindmyllu.

 • Útdráttur er á ensku

  This master’s thesis presents the results of a survey of farmers’ views and opinions regarding electricity production in Iceland’s rural areas. The research topic was chosen because of growing interest in power plants amongst farmers. Signs of increased interest regarding the topic can e.g. be seen in a surge of searches for published materials on the subject. The study was conducted by telephone interviews that spanned 12 months, during which 101 farmers were conferred, each interview consisted of 35 questions. The views and interests of farmers regarding homestead electricity generating schemes were investigated. 20% of participants who did not practice electricity generation at the time of the survey stated that they had active plans to start such an endeavor. Farmers between the ages of 36 and 45 were most likely to have plans to start electricity production, 50% had active plans. With growing age of participants, they were less likely to have active plans regarding electricity production. Furthermore only 16,7% of participants aged 35 and under had active plans regarding production.
  The willingness of Icelandic farmers to participate in collaborative projects in the field of electricity generation was investigated. 71 out of 101 participants were interested in investing in a community ownership electricity production. The willingness of people to take leadership role in such a project did however not prove to be great, but only one participant stated that he would be willing to take on a leadership role.
  Farmers opinions on wind turbine operations in rural areas was investigated alongside an exploration of the three environmental factors associated with wind turbines that cause the most controversy; the impacts of a wind turbines on bird life, visual-pollution and noise-pollution. Additionally, the views of Icelandic farmers towards wind turbines was examined with regards to the ownership of power plant. The most significant results in this context were that 27.5% of participants were "very opposed" that Landsvirkjun would erect a wind turbine comparable to those that the company is currently operating near Búrfell near their homestead. On the other hand, only 6.9% of participants answered that they were "very opposed" that a social organization that their neighbor was affiliated with would erect a wind turbine of the same size near their homestead. Furthermore, it was found that farmers were rarely opposed to their neighbors’ plans regarding the building of a small or medium sized wind turbines.

Samþykkt: 
 • 13.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skoðanir og áhugi bænda á raforkuframleiðslu.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf297.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF