en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29015

Title: 
  • Title is in Icelandic „Við kölluðum karlaveldi ekki veldi ef það brygðist ekki við innrás“ Upplifun kvenna í stjórnum sjávarútvegsfyrirtækja
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessu verki verður skyggnst inn í upplifun kvenna sem gegna stjórnarsetu í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Staða kvenna hefur mikið verið í brennidepli frétta og miðla síðustu ár og er markmiðið með þessari ritgerð að varpa ljósi á það málefni hvað sjávarútveginn varðar. Rannsóknarspurningin er: Hver er upplifun kvenna af stöðu þeirra í stjórnum sjávarútvegsfyrirtækja þar sem karlar eru í meirihluta? Notast var við eigindlega aðferðafræði og voru fimm viðtöl tekin við fimm konur sem allar gegna stjórnarsetu í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Helstu niðurstöður sýndu að þrátt fyrir að greinin sé talin karllæg, allavega ennþá, þá er upplifun þessara kvenna yfir heildina nokkuð góð og þær eru ánægðar í starfi. Hindranir hafa þó verið á vegi þeirra upp metorðastigann en mismiklar og virðist það skipta töluverðu máli hvort þær eru „innfæddar“ inn í greinina eða ekki. Þær voru sammála um að mikill klíkuskapur hafi myndast innan greinarinnar og það skipti máli að vera vel tengdur. Þetta sé mikil karlaveröld og það geti oft verið hindrandi að vera kona. Þær eru allar hlynntar kynjakvótanum og telja hann vera gott verkfæri til að hleypa fleiri konum inn til stjórnarsetu í greininni. Þó voru þær allar sammála um að draumurinn væri sá að tilvera kynjakvótans verði að lokum óþörf og það verði jafn sjálfsagt að velja konu í stjórn eins og karl. Þær voru þó raunsæjar og töldu það ekki gerast á næstu misserum. Þær finna að borin er virðing fyrir þeim og segja að þróunin í greininni sé góð, þar sé vitundarvakning og að flestir einstaklingar sjái að það sé jákvætt að hafa stjórn sem samanstendur af báðum kynjum.

Accepted: 
  • Sep 13, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29015


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS-GuðfinnaPétursdóttir.pdf1.26 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing-GP.jpg2.49 MBLockedYfirlýsingJPG