Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29016
Þessi 60 eininga meistararitgerð í þjóðfræði fjallar um upplifun tónlistarkvenna af notkun tækni í tónlistarsköpun. Hún byggir á eigindlegri rannsókn sem unnin var á tímabilinu september 2015 til ágúst 2017. Tekin voru viðtöl við 17 tónlistarkonur á Íslandi auk þess sem gerðar voru þátttöku- og vettvangsrannsóknir af ýmsu tagi. Í greiningu gagna spilaði fyrirbærafræðileg nálgun á efnismenningu stórt hlutverk ásamt áhrifakenningum og femínisma.
Viðmælendur nýta möguleika tækninnar á ólíkan hátt og hafa aflað sér tæknilegrar færni með ýmsum hætti. Að prófa sig áfram á eigin forsendum er þó grundvöllur þess að ná tökum á tækni í tónlistarsköpun. Víða má merkja hvernig aldagömul tvíhyggjuhugsun stillir hinu vélræna/rökræna upp andstætt hinu lífræna/fagurfræðilega og hefur áhrif á upplifun og viðhorf fólks. Skapandi vinna með tækni brúar þetta bil á margvíslegan hátt.
Kynjaðar hugmyndir sem dvelja í efnismenningu tónlistarsköpunar má rekja til sömu tvíhyggju sem að viðbættu ríkjandi kynjaójafnvægi hefur áhrif á upplifun viðmælenda af tónlistariðnaðinum. Margar þeirra finna fyrir vantrausti gagnvart sér þegar kemur að tækni, sem sumar hafa jafnvel gert að sínu eigin. Til að geta prófað sig áfram á sömu forsendum og karlar virðast tónlistarkonur þurfa að brjóta upp karllægan strúktúr tónlistar og tækni og búa til rými þar sem þær geta skapað fagurfræði byggða á eigin skynjun og reynslu. Það gera þær með því að ögra sjálfum sér, gera sem mest sjálfar og hafa allt á hreinu, vera sýnilegar, styðja við aðrar tónlistarkonur og sækja í kvenkyns fyrirmyndir. Tækni er ekki karllæg í eðli sínu en það tekur tíma að breyta hugmyndunum um hana. Rannsóknin varpar ljósi á þann þverstæðukennda veruleika sem verður til í slíku breytingaferli.
This 60 ECTS dissertation in ethnology concerns the experiences of female musicians using technology in music making. It is based on qualitative research undertaken from fall 2015 to spring 2017, with 17 in-depth interviews, participant-observations and autoethnography. The analysis draws on phenomenological perspectives on material culture, as well as affect theory and feminism.
Research participants use technology in different ways and they have gained knowledge through various methods, although learning by doing is the most important approach. It becomes apparent how deep-rooted dualist thinking, such as mechanic vs. organic and logical vs. aesthetic, influences people‘s views and experiences of technology. However, using technology to creative ends bridges the gap between what is commonly understood as opposites.
Gendered imagery residing in the material culture of music making can be traced back to the very same dualist thinking (male vs. female), which, in addition to the prevailing gender imbalance, greatly affects the way research participants experience the fields of music and technology. Many feel they are not trusted when it comes to technology, as well as feeling discredited when it comes to their music making and production. In some cases they have incorporated this distrust and made it their own. To be able to learn by doing on similar terms as male counterparts, female musicians seem first to have to overthrow prevailing male-centered structures and make space where they can create aesthetic and standards based on their own judgement and sensory experience. In order to achieve this, they challenge themselves and strive to always stay on top of things, adopt a do-it-youself approach, make themselves more visible in their work, support other female musicians and seek out female role models. Technology is not inherently masculine, but it takes time to change the ideas that adhere to it. This thesis will bring forth the paradoxical reality that unfolds during such a transition.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Audur_Vidarsd_MA_ritgerd.pdf | 2,45 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_16.pdf | 93,29 kB | Lokaður | Yfirlýsing |