is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29023

Titill: 
  • "Blómstranna móðir" - arfleifð Guðrúnar Skúladóttur. Menningarleg verðmæti í búningum og handverki á 18. og 19. öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er fjallað um gerð og þróun íslenskra kvenbúninga seinni hluta 18. aldar og fram 19. öld og menningarlegt verðmæti þeirra. Leitað er í fjölbreyttar heimildir s.s. opinber gögn, skrif samtímamanna og síðari tíma rannsóknir. Guðrún Skúladóttir (1740-1816), fógeta er ein örfárra kvenna sem getið er í heimildum frá þessum tíma sem annáluð hannyrðakona og nefnd „blómstranna móðir“. Guðrún er leiðarstef í gegnum verkið til að kynnast lífi, menntun, fatagerð og búningum efristéttarkvenna. Fyrst er sjónarhorninu beint að Viðeyjarheimilinu og skoðað hvaða menntun stóð konum til boða, hvaða verk þurfti að vinna og hvaða verktækni þær höfðu við fatagerðina. Lífsferill Guðrúnar er rakinn og skoðað hvernig hún nýtti sér hæfileika sína og þekkingu til lífsviðurværis, en hún vann við sauma í sínu Annríki í Viðey. Í öðrum hluta er sjónarhorninu beint að skrifum íslenskra og erlendra samtímamanna sem skrifuðu um kvenbúningana. Skoðað hvaða áhrif karllæg umfjöllun hafði á orðræðuna og hvernig íslensk menntaelíta hlutgerði kvenbúningana í pólitískri menningar- og þjóðernisumræðu. Einnig er skoðað hvernig erlend tískuáhrif skiluðu sér í þróun búninganna með erlendum ferðamönnum og innfluttu hráefni. Þetta má m.a. sjá í dánarbúum en einnig búningaeign kvenna eftir stöðu og standi. Næst beinist sjónarhornið að munum sem Guðrún vann og varðveittir eru á söfnum heima og erlendis. Þar er gerð grein fyrir þróun faldbúninga og handverkið, efnin og skreytiaðferðir skoðaðar. Að lokum er gerð grein fyrir gildi búninganna sem hluta af menningararfi með tilliti til þeirra laga og reglugerða sem sett hafa verið á síðustu áratugum. Sýnt er fram á að nýta má hugmyndir fræðimanna á síðari tímum sem verkfæri til búningarannsókna, hvernig fjölbreyttar heimildir geta varpað ljósi á líf, störf og búninga kvenna og hvaða hlutverki sú saga gegnir fyrir menningararf á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 13.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29023


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Blómstranna móðir - september 2017.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing 2017.pdf185.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Sagnfræði- og heimspekideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í eitt ár.