is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29027

Titill: 
 • Mismuna knattspyrnufélög kynjunum þegar kemur að umgjörðinni? „Þetta er svo mikill vani! Ef maður hugsar um það, ef maður væri strákur þá væri umgjörðin allt öðruvísi“
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hvort knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar kemur að umgjörð. Það sem átt er við með umgjörð í þessari rannsókn eru þessi ákveðnu þemu, æfingatímar, klefamál, aðgengi að sjúkraþjálfara, er liðið með liðsstjóra, fá leikmenn krakka til að leiða inn á, æfingafatnaður, þvottur á æfingafatnaði, fjáraflanir, vinna mfl. karla – kvenna á leik hjá mfl. karla/kvenna, á leikdag hins kynsins (þarf liðið að æfa fyrr, vera farið úr t.d vallarhúsi) og hvernig fyrirliðarnir upplifa umgjörðina samanborið við mfl. karla/kvenna.
  Tekin voru 20 eigindleg viðtöl við fyrirliða allra liða í úrvalsdeild kvenna og karlaliða á móti þeim í sömu félögum sama hvort karlaliðið var í úrvalsdeild eða 1.deild árið 2016. Sum atriði var hægt að flokka niður og taka saman í tölfræði sem megindleg gögn. Leitast var við að sjá hver raunveruleikinn er í dag þegar kemur að umgjörð knattspyrnufélaga. Áhugavert er að sjá hvar mismunurinn birtist og hvar félög geta bætt sig á leið sinni að jafnrétti.
  Kenningin sem notast var við í rannsókninni heitir femínísk gagnrýniskenning (e. critcal feminist theory). Hún segir að það þurfi að gagnrýna og breyta skipulagi íþrótta og menningu til að ná fram jafnrétti, ekkert gerist af sjálfu sér. Fólk þarf að benda á ójöfnuðinn og berjast gegn honum.
  Niðurstöður gefa vísbendingu um að fyrirliðar í kvennaliðum hafa þurft og eru að benda á og berjast gegn ójöfnuði. Helstu niðurstöður voru þær að konum er mismunað þegar kemur að umgjörð í knattspyrnufélögum. Þeim er mismunað í öllum þemum sem rannsökuð voru að einhverju leyti. Að mestu í klefum, aðgang að sjúkraþjálfara, liðsstjóra, þvotti á æfingafatnaði, æfingatímum og fjáröflunum.

Samþykkt: 
 • 13.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29027


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_Lokaskil_Margret_Bjorg_Astvaldsdottir.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Margrét-Björg.pdf121.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF