is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29029

Titill: 
  • Þurfa konur bara að vera duglegri að semja um laun ? Ólíkar væntingar kynjanna í launaviðræðum
  • Titill er á ensku Do women just need to be more proficient in negotiating salary? Diffrent gender expectations in salary negotiations.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Jafnrétti kynja á vinnumarkaði og launamunur kynjanna hefur verið og er umdeilt málefni. Viðfangsefni verkefnisins er að skoða hvort væntingar einstaklinga til launa í launaviðræðum sé hugsanlega ein af ástæðum launamunar. Fyrsti hlutinn í verkefninu er tileinkaður íslenskum vinnumarkaði. Markmiðið í þeim kafla er að skoða stöðu kvenna þegar kemur að atvinnuþátttöku þeirra á vinnumarkaði, menntun og ábyrgð og áhrifastöðum þeirra í samfélaginu. Þar kemur fram að hæsta hlutfall kvenna á vinnumarkaði í heimi er hér á landi, konur eru komnar með töluvert meiri menntun en það skilar þeim ekki sambærilegum áhrifa- og stjórnunarstöðum og körlum. Annar hluti verkefnisins fjallar um gæði og gerð launarannsókna. Farið er yfir nýjustu gögn sem til eru um laun einstaklinga á vinnumarkaðinum og launamun kynjanna. Þrátt fyrir annmarka á rannsóknum á launum einstaklinga þá er launamunur á Íslandi staðreynd. Í þriðja hluta er fjallað um samninga, launaviðræður og rannsóknir á kynjunum í samninga- og launaferli. Skoðað er sérstaklega að hvaða leyti kynin eru ólík í samningaviðræðum og hvað geti hugsanlega valdið því. Í fjórða kafla er farið yfir rannsóknir sem benda til þess að neikvæð áhrif staðalímynda geti valdið óöryggi kvenna þegar kemur að því að biðja um hærri byrjunarlaun og launahækkanir. Eins eru konum boðin lægri byrjunarlaun og ávinningur þeirra í launaviðræðum er minni en karla. Fimmti hlutinn er sjálf rannsóknin þar sem markmiðið er að kanna væntingar nemenda í framhaldsnámi í Viðskiptafræðideild við Háskóla Íslands til launa. Í sjötta kafla eru niðurstöður rannsóknar. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar var ekki marktækur munur á kynjum og væntingum þeirra til byrjunarlauna. Enginn marktækur munur var heldur á kröfum kynjanna til launa eftir útskrift. Hins vegar kom fram marktækur munur á því hvað kynin myndu biðja um háa prósentu í launahækkun eftir sex mánaða starf. Þar báðu karlar marktækt um hærri launahækkun en konur. Ætla má að þátttakendur í rannsókninni séu vel menntaðir og upplýstir einstaklingar. Líklegt er að stór hluti þeirra hafi kynnt sér samningagerð og hafi töluverða vitneskju um launaviðmið. Áhrif þessara þátta á launakröfur þátttakenda geta gefið ákveðna vísbendingu um ástæður þess að ekki mælist marktækur munur á launavæntingum kynjanna í rannsókninni. Álykta má að þessir þættir geti stuðlað að jafnari væntingum karla og kvenna til launa og þá hugsanlega minnkað launamun kynjanna.
    Lykilhugtök: Jafnrétti, kyn, samningar, laun, ráðningar, launaviðræður, kynbundinn launamunur, væntingar, staðalímyndir.

Samþykkt: 
  • 13.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þurfa konur bara að vera duglegri að semja um laun-ekkipdf.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis - íris Arnlaugsdóttir.pdf20.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF