is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29030

Titill: 
 • Stjórnun öryggis á vinnustað: Öryggisbragur hjá Landsneti hf.
 • Titill er á ensku Managing safety at work: Safety climate at Landsnet hf.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Öryggisbragur felur í sér sameiginlega upplifun starfsmanna á málefnum öryggis á vinnustað svo sem verkferlum, reglum og starfsaðferðum.
  Spurningalistinn NOSACQ-50 er búinn til af samnorrænni nefnd um vinnuöryggismál. Hann samanstendur af fimmtíu staðhæfingum sem ætlað er að leggja mælistiku á öryggisbrag hjá Landsneti hf. sem sér um flutning á raforku og stjórnun raforkukerfisins á Íslandi. Listinn var lagður fyrir alla fastráðna starfsmenn. Niðurstöðunum er ætlað að gefa til kynna veikleika og styrkleika öryggisbrags innan sjö þátta. Helstu niðurstöður eru þær að öryggisbragur innan Landsnets er nokkuð sterkt mótaður. Það sýnir að sú vinna sem lagt hefur verið í undanfarin ár hefur skilað sér í því að starfsfólk er meðvitað um mikilvægi öryggis á vinnustað. Helstu styrkleikar eru það traust sem starfsmenn bera til núverandi öryggiskerfis og hjá Landsneti hf. reynist það vera mikið þvert á deildir og stöðu. Konur meta stöðu öryggisbrags sterkari en kalrar. Stjórnendur meta í öllum tilvikum og öllum þáttum öryggisbrag sterkari en almennir starfsmenn. Niðurstöður gefa til kynna að helsti veikleikinn liggi í mun lægri einkunn fyrir öryggisbrag frá þeim starfsmönnum sem starfa utan skrifstofu en þeim sem starfa innan skrifstofuumhverfis. Þessi munur snýr helst að réttsýni stjórnenda í öryggismálum og forgangsröðun starfsmanna í öryggismálum og vitneskju um hættur.
  Lykilhugtök: Öryggisbragur, Vinnustaðamenning, Öryggismenning, Landsnet, Nosacq-50.

 • Útdráttur er á ensku

  Safety climate refers to the members shared perception of policies, procedures and practices regarding or related to safety issues inside an organization.
  Nordic safety climate questionnaire (NOSACQ-50) is a research tool made by a Nordic group of researchers and is to assist with diagnosing occupational safety climate within various sectors. It consists of 50 statements intended to measure safety climate ́s strength ́s and weaknesses within seven dimensions. The goal of this research was to measure safety climate within Landsnet hf. who role is to operate the electricity transmission system of Iceland and administer the systems operation. All employees received the questionnaire. The results indicate that employees seem to be well aware of the importance of safety around the workplace. Worker ́s trust in efficacy of existing safety systems measures as a great strength. Women rate safety climate higher than men and in all dimensions managers rated safety climate higher than general employees. Results indicate a weakness among employees who workstation is outside of the office environment. Who value safety climate much lower than employees who workstation is within the office environment. The difference being within the dimensions of management safety empowerment and workers safety priority and risk nonacceptance.
  Keywords: Safety climate, Organizational culture, Safety culture, Landsnet, Nosacq- 50.

Samþykkt: 
 • 13.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Öryggisbragur hjá Landsneti hf_lokaskil.pdf2.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis á Háskólabókasafni.pdf128.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF