is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29035

Titill: 
 • “Þegar eitthvað svona brotnar inni í manni” Upplifun ofbeldis og vanrækslu í æsku á heilsu og lífsgæði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Upplifun og afleiðingar ofbeldis og vanrækslu í æsku er viðfangsefni þessarar rannsóknar. Rannsóknin var unnin með eigindlegum aðferðum og var gagna aflað með 15 viðtölum við 12 fullorðna einstaklinga. Þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa upplifað ofbeldi eða vanrækslu í einhverri mynd í barnæsku og leitað aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar á fullorðinsárum. Heimilisofbeldi er falið vandamál en umræða um það og aðgerðir gegn því hafa aukist á allra síðustu misserum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl ofbeldis og vanrækslu í æsku við geðraskanir sem og ýmis líkamleg einkenni. Þó sjónum sé fyrst og fremst beint að heimilisofbeldi í þessari rannsókn er einnig litið til eineltis og annars ofbeldis sem þátttakendur urðu fyrir í bernsku.
  Þátttakendur þessarar rannsóknar upplifðu allir mikinn ótta, reiði, höfnun, þöggun, skömm og fleiri slæmar tilfinningar á sínu uppvaxtarskeiði. En þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi verið ólíkar og ofbeldið mismunandi voru afleiðingarnar oft keimlíkar. Einna mest áberandi voru geðraskanir eins og þunglyndi, kvíði og áfallastreituröskun, sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir, líkamleg einkenni eins og verkjavandi og aðrir kvillar og sjúkdómar auk félagslegra vandkvæða.
  Mikilvægt er að rannsaka umfang og eðli heimilisofbeldis og reyndar alls ofbeldis. Með aukinni þekkingu væri auðveldara að vinna úr afleiðingum með góðu aðgengi að aðstoð og meðferð fyrir þolendur. Þá er einnig brýnt að vinna með gerendum með það að markmiði að draga úr ofbeldi því ofbeldi á aldrei að líðast. Það er mikilvægt að gefa lífssögu skjólstæðinga meiri gaum þegar fólk leitar aðstoðar vegna andlegra eða líkamlegra vandamála. Fólk sem vinnur með börnum þarf sérstaklega á góðri þekkingu að halda til að átta sig frekar á ef grunur leikur á að barn búi við ofbeldi eða vanrækslu til að geta brugðist við því.
  Efnisorð:
  Ofbeldi í æsku
  Vanræksla
  Geðheilsa
  Geðraskanir
  Þunglyndi
  Kvíði
  Post Traumatic Stress Disorder (PTSD)
  Complex Post Traumatic Stress Disorder (CPTSD)

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research was to gain information regarding childhood experience and consequences of violence and neglection. Participants have all in common to have experienced violence and neglection in childhood and sought treatment for mental disorders in adult life. Domestic violence is a relatively hidden problem but in recent years, it has surfaced and actions regarding solutions have been discussed lately. Research on this topic points out the relation between violence and neglection in childhood with mental disorders and physical symptoms. Even though this research mainly focuses on domestic violence, bullying and other forms of violence, which participants suffered in their childhood is also being concidered.
  Through 15 qualitative interviews with 12 adults, results show that all experienced a great deal of fear, anger and rejection, forced secrecy and shame in their upbringing. In spite of participants’ differences regarding the abuse they experienced, the concequences were often, if not always the same. Participants report suffering from depression, anxiety and post traumatic stress disorders, as well as thoughts of suicide and attempts. Furthermore, they report physical symptoms as well as social problems.
  The importance of expanding the literature on various types of violence is great. With increased knowledge on the matter we are more capable of helping victims of domestic violence and others, as well as working with the offenders aiming to prevent further violence. Individual history should be given more value when seeking treatment of both mental and physical problems. Professionals working with children need exceptionally good qualifications/knowledge in order to recognize if a child is possibly a victim of domestic violence and how to react to the fact.

Samþykkt: 
 • 14.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð RJS.jpg88.79 kBLokaðurYfirlýsingJPG
MA.Ofbeldi.RJSokt.2017.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna