Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29037
Rannsóknir hafa sýnt fram á að áfengisneysla ungmenna spáir fyrir um áfengisneyslu og vandamál henni tengd síðar á ævinni. Mikil aukning hefur orðið á áfengisneyslu frá vorönn í 10. bekk grunnskóla og þar til á fyrstu önn í framhaldsskólum á Íslandi. Fleiri fræðimenn hafa sýnt fram á samband milli umhyggju og aðhalds foreldra annars vegar og tengsla við skólann hins vegar á áfengisneyslu ungs fólks. Prófaðar voru tilgátur um að mælanlegur munur sé á áfengisneyslu nemenda á fyrstu önn í framhaldsskóla eftir því hvernig tengslum nemenda við foreldra og skóla er háttað annars vegar og hins vegar hvernig samstarfi foreldra og skóla er háttað. Við vinnslu á rannsókninni var stuðst við megindleg gögn úr rannsókninni Ungt fólk 2013 – Framhaldsskólar sem framkvæmd var af Rannsóknum og greiningu. Ennfremur var lögð til grundvallar eigindleg rannsókn byggð á orðræðugreiningu. Það er umhugsunarvert að í þeim skóla þar sem marktæk fylgni er milli mikilvægis námsins, umhyggju og hlýju foreldra og aðhalds og eftirlits foreldra er áfengisneysla minnst. Í þeim sama skóla senda skólastjórnendur mjög skýr skilaboð um mikilvægi samstarfs við foreldra um forvarnir gegn áfengisneyslu. Í ljósi niðurstaðna þessarar rannsóknar tel ég ríka ástæðu til að álykta að skólastjórnendur gegni, ásamt foreldrum, lykilhlutverki í að draga úr áfengisneyslu nemenda á fyrstu önn í framhaldsskóla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
20170913_lokaeintak_ba_ritgerd.pdf | 617.37 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
BA_ritgerd_Undirskriftt.pdf | 70.08 kB | Lokaður | Yfirlýsing |