en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29038

Title: 
  • Title is in Icelandic "Stjórnunarstarf er alveg 120% starf, það er ekkert mikill tími í annað": Upplifun kvenstjórnenda á samspili fjölskyldu- og atvinnulífs
  • "Managing positions are more than a full-time job, there isn´t time for anything else" - Work-life balance of women managers
Keywords: 
Submitted: 
  • September 2017
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn var upplifun kvenna á samspil fjölskyldu- og atvinnulífs til skoðunar. Varpað var ljósi á það hvernig konur á Íslandi upplifðu kröfur og ábyrgð sem fylgdu því að sinna bæði krefjandi stjórnunarstöðu og foreldrahlutverkinu og hvernig og hvort þær náðu jafnvægi þar á milli. Notast var við eigindlega aðferðafræði þar sem tekin voru viðtöl við 10 konur sem gegna toppstjórnunarstöðum í meðalstórum til stórum fyrirtækjum á Íslandi. Viðtölin voru greind og túlkuð samkvæmt fyrirbærafræðilegri aðferðafræði.
    Helstu niðurstöður eru þær að erfitt er að sinna foreldrahlutverkinu og toppstjórnunarstöðu samtímis. Kröfur og ábyrgð eru miklar úr báðum áttum og því þarf að fórna tíma frá öðru hvoru. Konurnar sem rætt var við höfðu allar valið að setja starfsframann sinn í forgang og þurfti því að treysta á aðra til að sjá um fjölskylduábyrgðina. Þeim fannst of mikil áhersla lögð á móðurímyndina og þær kröfur sem settar voru á konur þegar þær verða mæður gætu gert það að verkum að þær þora ekki að sækjast eftir krefjandi starfsframa. Konurnar fjarlægðu sig frá hefðbundnum hugmyndum um móðurímyndina og töldu að slíkar hugmyndir þyrftu að heyra sögunni til, svo að fleiri konur gætu fengið tækifæri til þess að sanna sig, án þess að láta kröfur samfélagsins hafa áhrif á sig.

Accepted: 
  • Sep 14, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29038


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Stjórnunarstarf er alveg 120% starf, það er ekkert mikill tími í annað.pdf978.22 kBLocked Until...2017/10/28Complete TextPDF
yfirlýsing á meðferð lokaverkefnis.jpg123.57 kBLockedYfirlýsingJPEG