en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29039

Title: 
 • Title is in Icelandic Samskipti á vinnustöðum: Geta íslenskir vinnustaðir nýtt sér aðferðir úr íþróttaþjálfun ungmenna?
Keywords: 
Submitted: 
 • October 2017
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari rannsókn er reynt að varpa ljósi á mismunandi aðferðir í samskiptum á vinnustöðum og hvaða áhrif þær hafa á starfsfólk. Fengin er innsýn í það hvaða aðferðir stjórnenda í samskiptum við starfsfólk á íslenskum vinnustöðum hafa jákvæð áhrif á líðan og frammistöðu og hvaða aðferðir hafa neikvæð áhrif. Athugað er hvaða áhrif mismunandi samskipti meðal samstarfsmanna hafa á vinnustaði og frammistöðu starfsmanna. Einnig er skoðað hvað skiptir starfsfólk mestu máli þegar það hefur störf á nýjum vinnustöðum. Að lokum er fjallað um aðferðir í samskiptum í íþróttaþjálfun barna og unglinga og það skoðað hvort stjórnendur íslenskra vinnustaða geti nýtt sér þær aðferðir á sínum vinnustöðum.
  Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem viðtöl voru tekin við sjö einstaklinga sem öll hafa fjölbreytta starfsreynslu auk þess að hafa reynslu af íþróttaiðkun barna. Niðurstöður sýna að þær aðferðir sem stjórnendur beita í samskiptum hafa mikil áhrif á vellíðan og frammistöðu viðmælenda í starfi. Einnig hefur samskiptamynstur á milli samstarfsmanna mikil áhrif á líðan og frammistöðu viðmælenda. Að lokum kom í ljós að viðmælendur töldu stjórnendur vinnustaða geta nýtt sér margt úr áherslum íþróttahreyfingarinnar í samskiptum við ungmenni. Í flestum tilfellum voru viðmælendur nokkuð samstíga í lýsingum sínum á áhrifum mismunandi aðferða í samskiptum.
  Niðurstöður kannana benda til þess að hægt sé að bæta stjórnun og starfsanda á mörgum íslenskum vinnustöðum. Þessi rannsókn gæti því gefið stjórnendum mikilvæga innsýn í það hvaða aðferðir við stjórnun hafa jákvæð áhrif á starfsfólk. Hún gæti einnig opnað augu þeirra fyrir jákvæðum áherslum í samskiptum í íþróttaþjálfun ungmenna sem skilað hafa miklum árangri og hægt væri að beita í auknum mæli á vinnustöðum. Þannig gætu stjórnendur nýtt sér niðurstöður þessarar rannsóknar til að bæta bæði aðferðir sínar við stjórnun sem og starfsanda á vinnustöðum.

Accepted: 
 • Sep 14, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29039


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MSritgerd-PalmarRagnarsson.pdf769.76 kBLocked Until...2017/10/28Complete TextPDF
PalmarRagnarsson-Yfirlysing.pdf151.53 kBLockedYfirlýsingPDF