Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29041
Til þess að mæta aukinni samkeppni um tíma notenda og fjármagn hafa bókasöfn í auknum mæli tileinkað sér hugmyndafræði markaðsfræðinnar í rekstri sínum, þar á meðal markaðshneigð. Markaðshneigð hefur verið skilgreind sem ákveðin gerð fyrirtækjamenningar þar sem þarfir viðskiptavinarins eru settar í forgang. Hafa rannsóknir sýnt fram á að meðal þess ávinnings sem aukin markaðshneigð skipulagsheilda hefur í för með sér er aukið skynjað virði vara eða þjónustu, auk ánægðari og tryggari viðskiptavina. Erlendis hefur verið framkvæmd rannsókn á markaðshneigð háskóla- og sérfræðibókasafna sem sýndi fram á jákvætt samband milli markaðshneigðar og ánægju notenda. Slík rannsókn hefur þó ekki verið gerð hérlendis, né á almenningsbókasöfnum.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort samband væri milli markaðshneigðar almenningsbókasafna og skynjaðs virðis, ánægju og tryggðar notenda. Lagðar voru fyrir tvær kannanir, annars vegar könnun á markaðshneigð sem var lögð fyrir starfsmenn bókasafna. Hins vegar var lögð könnun fyrir notendur bókasafnanna um skynjað virði, ánægju og tryggð í garð síns bókasafns. Í báðum tilfellum var um hentugleikaúrtak að ræða. Næg þátttaka fékkst meðal starfsmanna og notenda á 10 söfnum af þeim 12 sem tóku þátt í rannsókninni. Alls voru gild svör starfsmanna 84 talsins og gild svör notenda 648 talsins á þeim 10 söfnum sem skoðuð voru.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að hvorki sé jákvætt né neikvætt samband milli markaðshneigðar almenningsbókasafna og skynjaðs virðis, ánægju eða tryggðar notenda. Af því má draga þá ályktun að markaðshneigð almenningsbókasafna útskýri ekki skynjað virði, ánægju og tryggð notenda. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þó þeim takmörkunum háðar, að ekki reyndist vera marktækur munur á svörum starfsmanna, né á svörum notenda á milli bókasafna.
Í ljósi þessara niðurstaðna, er ástæða til frekari rannsókna. Hvort markaðshneigð skili meiri árangri í starfsumhverfi háskóla- og sérfræðibókasafna, eða hvort og þá hvaða aðrir þættir hafi áhrif á skynjað virði, ánægju og tryggð notenda almenningsbókasafna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Markaðshneigð almenningsbókasafna - Lokaskil.pdf | 1.41 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemma-kvittun.jpg | 1.25 MB | Locked | Yfirlýsing | JPG |