is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29049

Titill: 
 • Kaupvenjur Íslendinga á netinu. Telur fólk að innkoma H&M hafi áhrif
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort fólk telji að kaupvenjur þeirra á fatnaði í gegnum netið muni breytast með tilkomu nýrra aðila á markaðinn. H&M kom inn á markaðinn á meðan á ritgerðarferlinu stóð og þar sem þessi verslunarkeðja hefur verið ein sú vinsælasta meðal Íslendinga og markaðshlutdeild hennar ráðandi á fatamarkaðnum síðustu ár var ákveðið að kanna hvort fólk teldi að kaupvenjur þeirra á netinu myndu breytast í framhaldi af opnun hennar. Einnig fannst höfundi fróðlegt að sjá hvort fólk velji erlendar netverslanir í stað þessara íslensku þegar kemur að því að versla föt og sjá hvað það væri við valið á þeim sem skipti máli.
  Notast var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningalisti, hannaður af höfundi, var deilt á samskiptamiðlinum Facebook. Annars vegar var spurt út í verslun á barnafatnaði og hins vegar fatnaði sem viðkomandi verslar á sjálfa/n sig. Ýmsar staðhæfingar voru settar fram um netverslun sem þátttakendum var gert að greina hversu sammála eða ósammála þeir væru þeim. Að lokum komu spurningar sem sneru sérstaklega að opnun H&M hérlendis. Þátttakendur sem luku könnun voru 460 talsins.
  Helstu niðurstöður sýna að hlutfall þeirra þátttakenda sem hefur verslað föt á sig í gegnum erlenda netverslun er 93,8% en ekki nema 57,2% hefur verslað föt á sig af íslenskri netverslun. Það sama má segja með barnafötin þar sem fleiri versluðu í gegnum erlendar netverslanir heldur en íslenskar og nam munurinn þar á milli 15%
  Yfir 50% þátttakenda hyggst nýta sér H&M hér á landi til þess að kaupa föt eða barnaföt. Hlutfall þeirra svarenda sem voru frekar eða mjög sammála þeirri staðhæfingu að verslun þeirra af erlendri netverslun muni minnka með komu verslunarkeðjunnar var 17,5%. Þá voru 20% þeirra þátttakenda sem eiga börn sem telur að verslun þeirra á barnafatnaði erlendis frá muni minnka með komu H&M.

Samþykkt: 
 • 14.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerðBS.pdf746.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf514.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF