en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29051

Title: 
 • Title is in Icelandic Reikningakaup. Rekstrarfjármögnun með sölu viðskiptakrafna á Íslandi
Keywords: 
Submitted: 
 • October 2017
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Reikningakaup (factoring) er fjármálaþjónusta sem gerir fyrirtækjum kleift að selja viðskiptakröfur sínar til reikningakaupanda í skiptum fyrir lausafé. Langan tíma getur tekið fyrir fyrirtæki að fá kröfur sínar greiddar. Langur biðtími getur haft neikvæð áhrif á rekstur og vöxt fyrirtækisins, þar sem tíminn sem það tekur að bíða eftir greiðslu viðskiptakrafna getur reynst fyrirtækjum dýr. Mikilvægt er fyrir atvinnulíf hér á landi að mikil fjölbreytni og samkeppni ríki þegar kemur að möguleikum fyrirtækja hér á landi til rekstrarfjármögnunar. Sér í lagi er það nauðsynlegt fyrir bæði lítil og meðalstór fyrirtæki sem er mjög stór hluti fyrirtækja hér á landi á alþjóðlegan mælikvarða. Því eru þessi fyrirtæki mjög mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf sem og þjóðfélagið í heild.
  Markaðurinn á Íslandi fyrir reikningakaup og aðra kröfuþjónustu
  er tiltölulega lítill en hefur farið vaxandi á síðustu árum þar sem sérhæfðari fyrirtæki eru farin að skjóta upp kollinum og veita viðskiptabönkunum samkeppni á þessu sviði. Lítið hefur verið ritað um reikningakaup hér á landi og er þessari ritgerð ætlað að bæta úr því. Í ritgerðinni er lögð áhersla á að útskýra reikningakaup og hvað þau ganga út á. Auk þess er leitast við því að svara af hverju reikningakaup kunna að reynast fyrirtækjum ákjósanleg rekstrarfjármögnunarleið. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru
  að reikningakaup geta reynst fyrirtækjum mjög vel, sér
  í lagi nýjum og ört vaxandi fyrirtækjum, útflutningsfyrirtækjum sem og fyrirtækjum í lausafjárþörf. Í raun þurfa þessi skilyrði þó ekki endilega að eiga við til að þjónustan geti reynst fyrirtækjum vel. Auk þess er komið inn á hvernig hert regluverk og hækkun öryggisstaðla í bankastarfsemi í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 hefur leitt til þess að reikningakaup hafa orðið álitlegri kostur við fjármögnun rekstrar.

Accepted: 
 • Sep 14, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29051


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Reikningakaup-Lokaskil.pdf795.83 kBLocked Until...2018/09/14Complete TextPDF
Yfirlýsing-Skemman.pdf501.99 kBLockedYfirlýsingPDF