is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29057

Titill: 
 • Hafa tengsl áhrif á búsetu? Fylgni tengsla við skuldbindingu og félagsvirkni aðfluttra íbúa
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Landbyggðin hefur lengi vel átt við neikvæða íbúaþróun að stríða. Brottfluttir eru umfram aðflutta, unga fólkið flytur í burtu og kemur ekki aftur. Erlendar rannsóknir, rétt eins og íslenskar, hafa einkum beint sjónum að því af hverju fólk flytur í burtu en minna er kannað hvers vegna það er um kyrrt á ákveðnum svæðum. Efnahagslegar þrengingar og húsnæðisvandi er það sem ber á góma þegar leitað er eftir ástæðum vandans og hefur lausnin verið sú að aukið fjármagn þurfi að setja í hin margvíslegu málefni sveitarfélaganna. Hins vegar er ekkert lát á fólksflótta af landsbyggðinni. Það gefur því auga leið að tími sé kominn til að leita á ný mið.
  Rannsóknin snýr að tengslum, skuldbindingu og félagsvirkni aðfluttra íbúa. Tengsl eru skilgreind sem þau fjölskyldu- og vinatengsl sem íbúinn hefur innan sveitarfélagsins og auk þess telst fyrri búseta í sveitarfélaginu til tengsla. Skuldbinding þýðir að íbúar hafa trú á samfélaginu, vilja til að leggja sig fram í þágu þess og hafa sterka þrá til þess að vera hluti af samfélaginu. Einnig ef íbúarnir eru ólíklegir til að flytja burt úr sveitarfélaginu teljast þeir skuldbundnir. Félagsvirkni skiptist í tvennt. Annars vegar samfélagsleg virkni, þ.e. tíðni þátttöku í samfélagslegum athöfnum fyrir eða á vegum sveitarfélagsins og hins vegar félagslyndi, þ.e. tíðni félagssamskipta við ættingja, vini og samstarfsfélaga innan sveitarfélagsins.
  Markmiðið var því að kanna hvort fylgni sé á milli tengsla aðfluttra íbúa og skuldbindingar, félagsvirkni og minnkandi líkur þess að flutt verði burt úr sveitarfélaginu. Spurningakönnun var lögð fyrir en um hentugleikaúrtak var að ræða þar sem könnunin var lögð fyrir á „Facebook“. Niðurstöður byggja á svörum frá 343 aðfluttum íbúum víðsvegar um landið.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ef íbúar höfðu tengsl við sveitarfélagið fyrir flutning þá voru þeir félagsvirkari og íbúar sem voru í sambandi voru ólíklegri var í til þess að flytja burt úr sveitarfélaginu. Fylgni tengsla við skuldbindingu reyndist ekki marktæk. Tengsl eru þess vegna eitt af því sem hafa verður í huga í frekari búferlarannsóknum og einnig verða sveitarfélögin að leita að nýjum leiðum til að halda núverandi íbúum og laða til sín nýja.

Samþykkt: 
 • 15.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ms_ritgerð_Lára Hrönn.pdf909.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_LáraHrönn.pdf2.26 MBLokaðurYfirlýsingPDF