is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29061

Titill: 
  • Af hverju kýst þú það sem þú kýst?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að svara því hvað stýrir kosningahegðun einstaklinga og rannsóknarspurningin er því: Af hverju kýst þú það sem þú kýst? Sjónum er fyrst og fremst beint að kosningahegðun einstaklinga í alþingiskosningum á Íslandi og á Norðurlöndunum. Til að geta svarað spurningunni þarf að afla sér þekkingar og kynna sér þær helstu kenningar sem settar hafa verið fram til þess að útskýra kosningahegðun einstaklinga og byggja á niðurstöðum úr hinum ýmsu kosningarannsóknum.
    Í ritgerðinni er umfjöllun um kosningahegðun og gefið yfirlit yfir helstu kenningar á því sviði ásamt því að farið er yfir kosningahegðun á Íslandi og hún borin saman við aðrar þjóðar eins og til dæmis hin Norðurlöndin. Fjallað verður um kosningaherferðir, hvort þær hafi yfir höfuð nokkur áhrif á val fólks og einnig verður skoðað á hvaða tímapunkti kjósendur ákveða hvað þeir ætla að kjósa í kosningum. Rýnt verður í helstu niðurstöður íslenskra kosningarannsókna, nánar tiltekið úr alþingiskosningunum fyrir hrun árið 2007 og svo árið 2016 og farið yfir þá þætti sem helst hafa breyst á milli kosninga hér á landi. Einnig ætla ég að bera saman tölur úr fyrstu íslensku kosningarannsókninni sem er frá árinu 1983 við tölur frá árinu 2016.
    Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að þeir þættir sem áður fyrr voru taldir útskýra kosningahegðun, eins og félagslegir þættir, skipta minna máli í dag en á árum áður. Ýmsar ástæður eru fyrir því og má nefna þætti eins og aukna menntun einstaklinga og aukið aðgengi að upplýsingum sökum tæknibyltingar. Þá er einnig áhugavert að sjá að flokkshollusta hefur dvínað talsvert í gegnum árin.

Samþykkt: 
  • 15.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Gunnar Leó PDF Final.is.pdf640.93 kBLokaður til...01.09.2036HeildartextiPDF
2017-09-15.pdf356.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF