is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29068

Titill: 
 • Í hverju liggur samkeppnisstyrkur lággjaldaflugfélaga?
 • Titill er á ensku How do Low Cost Airlines Gain Competitive Advantage?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Árið 2016 var stærsta ár flugmarkaðarins frá upphafi en þá flugu 3696 milljarða farþega víðs
  vegar um heiminn. Það vekur upp spurningar á borð við hvað það er sem hefur breyst á
  flugmarkaðinum sem veldur þessari miklu aukningu. Einnig vekur þetta hugmyndir um öll
  tækifærin sem leynast á flugmarkaðinum, hvar þau liggja og hverjar eru mögulegar ógnanir í
  samkeppni um flugmarkaðinn. Þar sem lággjaldamódelið hefur boðið upp á sterka
  samkeppni á markaðinum voru settar fram rannsóknarspurningarnar:
  Í hverju liggur samkeppinsstyrkur lággjaldaflugfélaga?

  Hafa lággjaldaflugfélög samkeppnisforskot á hefðbundin flugfélög?
  Til að svara ofangreindum spurningum var framkvæmt eigindleg rannsókn í formi viðtals og
  síðan hannaður spurningalisti út frá niðurstöðum hennar. Spurningalistinn var lagðir fyrir
  með hentugleikaúrtaki á nemendur í grunnámi við Háskóla Íslands. Einnig voru skoðaðir
  margir fræðilegir þættir til stuðnings.
  Eigindlega rannsóknin leiddi í ljós að helstu þættir er varðar kostnað vegna hlunninda
  farþega yrði gerður breytilegur í stað þess að vera fastur kostnaður. Með öðrum orðum þá
  er það val viðskiptavinarins hvort hann kýs að auka við sig hlunnindi með tilheyrandi
  kostnaði eða ekki. Þannig ná lággjaldaflugfélög að takmarka sóun í rekstrarkostnaði þar sem
  kostnaður og aukatekjur ráðast alfarið af vali viðskiptavinarins.
  Niðurstaðan megindlegu rannsóknarinar var sú að háskólanemar hafa gjarnan flogið
  oftar með lággjaldaflugfélagi heldur en hefðbundu flugfélagi og þá skiptir verð gríðarlega
  miklu máli í hugum neytanda við kaupum á fargjaldi. Þá var komist að þeirri niðurstöðu að
  lággjaldaflugfélög þurfa að vera kostnaðarleiðandi en einnig aðgreinandi frá öðrum
  fyrirtækjum ef það vill ná samkeppnisforskoti á markaði.
  En aðgreinandi kostnaðarliðir og allir þeir rekstrarþættir sem reynt er með bestu
  getu að lágmarka leiða af sér lág verð fyrir neytendur. Þetta er grunurinn í samkeppnisstyrk
  lággjaldaflugfélaga.

Samþykkt: 
 • 15.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Í hverju liggur samkeppnisstyrkur lággjaldaflugfélaga-Skemman lokaskil..pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG.pdf489 kBLokaðurYfirlýsingPDF