is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29069

Titill: 
 • Er þörf á stefnubreytingu? Greining á stefnu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða núverandi stöðu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar með verkfæri stefnumótunar til hliðsjónar og meta það hvort sú stefna sem klúbburinn er í dag að fylgja sé fullnægjandi eða hvort breytinga sé þörf.
  Farið verður yfir sögu golfklúbbsins frá stofnun til dagsins í dag, rýnt í iðkendafjölda og markaðshlutdeild.
  Tekin voru fjögur opin viðtöl þar sem byggt var á eigindlegri rannsóknaraðferð. Þeir viðmælendur sem valdir voru til að taka þátt í rannsókninni hafa allir starfað í kringum viðfangsefnið í talsverðan tíma. Viðmælendurnir tjáðu sig fyrst um styrkleika, veikleika, markmið og stöðu klúbbsins í dag áður en þeir gáfu sitt mat á því hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Svör viðmælenda voru nýtt meðal annars til að framkvæma SVÓT greiningu þar sem styrkleikar og veikleikar eru skoðaðir auk þess sem hugað er að mögulegum ógnunum og tækifærum. Þá var staðan einnig skoðuð út frá fimm krafta líkani Porters og auðlindagreiningu.
  Helstu niðurstöður gefa til kynna að sú stefna sem klúbburinn fylgir í dag hentar starfseminni vel og eru bjartir tímar framundan hjá klúbbnum. Ný íþróttamiðstöð hefur gefið klúbbnum sterka samkeppnisstöðu á vettvangi þar sem hann var áður langt á eftir samkeppnisaðilum sínum. Með íþróttamiðstöðinni opnast klúbbnum margar dyr til að vaxa og dafna í framtíðinni og gerir klúbbnum kleyft að vera í fullum rekstri allt árið um kring. Leggur höfundur til að klúbburinn bæti við núverandi stefnu sína áherslu um að fullnýta þau tækifæri sem bjóðast með þessari nýju auðlind sem íþróttamiðstöðin er, en ekki sé þörf á frekari stefnubreytingu.
  Allir viðmælendur voru sammála um mikilvægi þess að halda áfram því góða barna og unglingastarfi sem starfrækt er hjá klúbbnum. Það er ekki einungis grunnforsenda ríkulegra styrkja frá sveitarfélögunum sem standa að baki klúbbnum heldur býr það einnig til framtíðar viðskiptavini.

Samþykkt: 
 • 15.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Ritgerð_GKG_Lokaskjal.pdf692.12 kBLokaður til...15.09.2027HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_16_David.pdf11.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF