is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29082

Titill: 
  • Fiðrildaathugun á Hvanneyri árin 2010-2015 Áhrif veðurfars á tegundir, flugtíma og fjölda fiðrilda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Loftlagsbreytingar og aðrar breytingar á veðurfari hafa mikil áhrif á lífríkið. Fiðrildi eru talin góður vísir á breytingar í lífríkinu og er bæði ódýrt og einfalt að nota ljósgildru til að vakta breytingar á fjölda og flugtíma þeirra á hverjum stað. Fiðrildavöktun hófst hér á landi árið 1995 að frumkvæði Náttúrufræðistofnunar Íslands. Síðan bættust Náttúrustofur og áhugamenn víða um land smám saman í hópinn. Þessir aðilar hafa sameinað krafta sína og safnað miklu gagnasafni sem gerir það mögulegt að vakta áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið.
    Landbúnaðarháskólinn hóf þátttöku í fiðrildavöktuninni árið 2010. Gögn fyrstu þriggja áranna, 2010-2012 voru greind til tegunda í lokaverkefni Ástu Kristínu Guðmundsdóttur vorið 2013. Í þessari ritgerð eru gögn áranna 2013-2015 tegundagreind en jafnframt er heildarsýnasafnið 2010-2015 skoðað. Teknar voru fyrir sex algengustu tegundirnar og skoðaðar sveiflur milli ára, einnig voru þær bornar saman við þrjá veðurfarsþætti, hitastig, vind og úrkomu. Skoðað var hvaða áhrif breytingar á þessum þáttum hefðu á flugtíma og fjölda fiðrildanna. Tegundirnar þola mismiklar breytingar í veðurfari á mismunandi þroskastigum og á mismunandi tímum árs en sumar þola vel breytingar nema þegar veðrið versnar talsvert. Aðrar tegundir þoldu litlar breytingar ílla. Hitastig og úrkoma virðast vera meiri áhrifaþættir en vindur, einnig er kjörhitastig misjafnt milli tegunda og þola þær mismikið úrkomu, þar sem mikil aukning var í fjölda fiðrilda þá vikuna þrátt fyrir talsverða úrkomu, en

Samþykkt: 
  • 21.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.s. Lokaritgerð - Hallfríður Guðný .pdf1.95 MBOpinnPDFSkoða/Opna