Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29083
Umhirða og sláttur opinna svæða í þéttbýli getur oft verið þungur baggi fyrir sveitarfélög og mörgum reynist erfitt að halda niðri ágengum plöntutegundum. Víða erlendis er farið að nýta beitardýr á sjálfbæran og vistvænan hátt til að halda niðri óæskilegum gróðri með svokallaðri „þjónustubeit“ (e. prescribed grazing) á opnum svæðum í og við þéttbýli, á náttúruverndarsvæðum, í úthögum, á vín- og ávaxtaekrum o.fl., eins og til náttúruverndar, til að draga úr eldhættu, til að viðhalda menningarlandslagi og til að prýða umhverfið á ódýran og vistvænan hátt.
Á Suðureyri við Súgandafjörð var gerð beitartilraun til að kanna hvort hægt væri að nýta sauðfé til að snyrta og hreinsa opið svæði sem var að stórum hluta þakið skógar- og spánarkerfli, einnig til að kanna hvort sauðfé biti þessar tegundir. Könnun var auk þess gerð meðal íbúa og gesta Suðureyrar til að kanna viðhorf þeirra til þessarar óvenjulegu þjónustu.
Niðurstaðan var að það er vel hægt að nýta sauðfé til að halda niðri gróðri og snyrta svæði, sauðféð bítur skógarkerfli en lætur spánarkerfilinn að mestu vera. Viðhorf bæjarbúa og gesta var mjög jákvætt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_ritgerd_Ingibjorg_Svavarsdottir.pdf | 3.17 MB | Opinn | Skoða/Opna |