is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29084

Titill: 
  • Beitarskógar Evrópu og nýting skógarauðlindarinnar á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ljóst er að tap á líffræðilegum fjölbreytileika er ein mesta umhverfisógnin sem steðjar að mannkyninu. Samfara aukinni umhverfisvitund hefur áhugi manna á sjálfbærum landnýtingarháttum aukist og eru beitarskógar ein þeirra sjálfbæru landnýtingaraðferða sem horft er til. Beitarskógar voru algeng landnýtingaraðferð í Evrópu áður fyrr en dregið hefur úr notkun hennar samfara breyttum landnýtingarháttum. Beitarskógar búa yfir miklum vistfræðilegum og menningarlegum verðmætum og teljast mikilvægir í náttúruvernd. Í þessari ritgerð er saga beitarskóga Evrópu rakin og teknar saman helstu rannskóknir sem til eru um stöðu og nýtingu evrópskra beitarskóga ásamt því að skoða hvort slíkar landnýtingaraðferðir hafi mögulega verið stundaðar hér á landi af landnámsmönnum og afkomendum þeirra. Einnig eru beitarrannsóknir í íslenskum skógum kynntar og lagt mat á hvort leggja ætti meiri áherslu á ræktun beitarskóga. Í lokaorðum kemur fram að þrátt fyrir að vísindmenn séu flestir sammála um vistfræðilegt og menningarlegt mikilvægi beitarskóga virðist skorta skýra pólitíska stefnumótun í flestum löndum Evrópu varðandi vernd þeirra og viðhald. Einnig eru margir sem benda á aukna þörf á rannsóknum sem ná yfir stærri svæði. Margt bendir til að landnámsmenn hafi reynt að stunda sjálfbærar landnýtingaraðferðir hér landi t.d. með beitarstjórnun og trjástýfingum og að skógareyðing hafi á sumum stöðum verið hæg og staðbundin. Hér á landi má merkja aukinn áhuga á samþættingu beitar og skógræktar. Ræktun og nýting beitarskóga er ákjósanleg leið til að Ísland nái þeim umhverfismarkmiðum sem við höfum sett okkur, m.a. í Parísarsamkomulaginu og samningnum um líffræðilega fjölbreytni, en til þess að svo geti orðið þarf aukinn kraft í rannsóknir og gott samstarf milli stjórnvalda og hlutaðeigandi samtaka.

Samþykkt: 
  • 21.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS verkefni Olga Dís.pdf1.33 MBOpinnPDFSkoða/Opna