en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29087

Title: 
 • Title is in Icelandic Bráður nýrnaskaði eftir skurðaðgerð við ósæðarflysjun af gerð A
Degree: 
 • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Ósæðarflysjun af gerð A er lífhættulegur sjúdómur sem krefst bráðrar skurðaðgerðar á aðfarandi hluta ósæðar og stundum ósæðarboga. Þessar aðgerðir eru umfangsmiklar og fylgikvillar í kjölfar þeirra tíðir. Bráður nýrnaskaði (BNS) er algengur fylgikvilli eftir opnar hjartaaðgerðir en hefur þó lítið verið rannsakaður eftir ósæðarflysjunaraðgerðir. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni BNS eftir þessar aðgerðir, meta áhættuþætti og áhrif á langtímalifun.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er hluti af samnorrænni rannsókn, NORCAAD, er nær til 1159 sjúklinga sem gengust undir aðgerð á aðfarandi hluta ósæðar á 8 háskólasjúkrahúsum í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Íslandi á árunum 2005-2014. Alls voru skráðar 240 breytur fyrir hvern sjúkling, þ.á.m. kreatíningildi fyrir og eftir aðgerð. BNS var skilgreindur út frá RIFLE-skilmerkjum. Sjúklingar sem létust í aðgerð (n=77) og þar sem kreatíníngildi vantaði (n=249) voru útilokaðir og náði rannsóknin því til 893 sjúklinga. Sjúklingar með BNS voru bornir saman við þá sem höfðu eðlilega nýrnastarfsemi eftir aðgerð. Lifun sjúklinga var metin með aðferð Kaplan-Meier.
  Niðurstöður: Alls greindust 365 sjúklingar (41%) með BNS, en þeir voru oftar karlkyns (259 sbr. 334, p=0,02), rúmlega 2 árum eldri og með hærri líkamsþyngdarstuðul (27 sbr. 26 kg/m2) en sjúklingar í viðmiðunarhópi (p=0,25). Aðgerðar- og tangartími var sambærilegur í hópunum. Sjúklingar með BNS höfðu marktækt oftar fengið hjartaáfall rétt fyrir eða í aðgerð (9% sbr. 4%, p<0,01). Þeir fengu marktækt fleiri einingar af rauðkornaþþykkni í og eftir aðgerð (14 sbr. 6 ein, p<0,001.) og legutími þeirra í gjörgæslu var lengri (6 sbr. 3 dagar, miðgildi, p<0,001). Bæði alvarlegir og minniháttar fylgikvillar voru marktækt algengari hjá BNS-hópnum (170 sbr. 232, p<0,001 í alvarlegum og 310 sbr. 276, p<0,001 í minniháttar), 30 daga dánarhlutfall þeirra var hærra (13% sbr. 6%, p<0,01), og 5 ára lifun lakari, eða 32 sbr. 44% (p<0,01).
  Ályktun: BNS er mjög algengur fylgikvilli eftir skurðaðgerð við ósæðarflysjun af gerð A (41%), eða rúmlega tvöfalt til þrefalt algengari en eftir kransæðahjáveitu og ósæðarlokuskipti. Sjúklingar með BNS hafa hærri tíðni fylgikvilla, legutími þeirra á gjörgæslu er umtalsvert lengri, 30 daga dánartíðni er rúmlega tvöföld og 5 ára lifun marktækt verri.

Accepted: 
 • Sep 25, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29087


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Stefán Orri Ragnarsson - Bráður nýrnaskaði eftir skurðaðgerð við ósæðarflysjun af gerð A.pdf1.74 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Stefán Orri Ragnarsson.pdf474.48 kBLockedYfirlýsingPDF