is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29093

Titill: 
 • Titill er á ensku Short- and long-term outcome after abdominal surgery. Prospective observational study.
 • Langtíma- og skammtíma horfur sjúklinga eftir kviðarholsaðgerðir á LSH. Framsýn, klínísk rannsókn.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Background: Complications following major abdominal surgery are common and an important cause of morbidity and mortality. The aim of this study was to estimate short- and long-term survival and identify factors that influence adverse outcome after abdominal surgery.
  Methods: This prospective observational cohort study was performed in Landspitali University Hospital and included all adult patients undergoing abdominal surgery requiring >24-hour hospital admission over 13 months. The follow up period was 60 days for complications and 24 months for mortality.
  Results: Data was available for 1113 (99.5%) of the 1119 patients who fulfilled inclusion criteria. A total of 23% of patients had at least one underlying co-morbidity. Non-elective surgeries were 48% and 13% of the patients were admitted to ICU post-operatively, 6% electively and 7% emergently. A total of 20% of patients developed complications, 12% developed major complications. Mortality at 30 days, one and two years was 1.8%, 5.6% and 8.3% respectively. Two-year mortality for those admitted to ICU was 24%, and 28.9% for those who developed major post-operative complications. Independent predictors for major complications were American Society of Anesthesiology Physical Status score and performance of intermediate- or major surgery. Independent predictors for one-year mortality were age, pre-operative acute kidney injury (AKI) and intermediate- or major surgery.
  Conclusion: Half of the abdominal surgery performed in Landspitali University Hospital were non-elective and co-morbidities were common. Short- and long-term mortality was low compared with prior studies. These results highlight the ability to offer full variety of abdominal surgical procedures in a geographically isolated small health care system.

 • Bakgrunnur: Stærri kviðarholsaðgerðir og fylgikvillar þeim tengdir eru mikilvæg orsök veikinda og dauðsfalla um allan heim. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna skammtíma- og langtíma lifun og finna þætti sem hafa áhrif á fylgikvilla og dánartíðni eftir kviðarholsaðgerðir.
  Efni og aðferðir: Í þessari framsýnu rannsókn voru þátttakendur allir fullorðnir inniliggjandi sjúklingar sem undirgengust kviðarholsaðgerðir á LSH á tímabilinu 01.01.2014 – 31.01.2015. Þátttakendum var fylgt eftir í 60 daga m.t.t. fylgikvilla og 24 mánuði m.t.t. dánartíðni. Upplýsingum var safnað um áhættuþætti, skurðaðgerðir, legutíma, fylgikvilla, gjörgæsluinnlagnir og dánartíðni.
  Niðurstöður: Fullnægjandi gögn fengust fyrir 1113 (99.5%) af þeim 1119 þátttakendum sem uppfylltu rannsóknarskilmerkin. Alls voru 23% þátttakenda með a.m.k. einn undirliggjandi sjúkdóm. Bráðaaðgerðir voru 48% og 13% þátttakenda voru lagðir inn á gjörgæslu eftir aðgerð, þar af 7% sem bráðainnlagnir. Alls fengu 20% þátttakenda fylgikvilla, þar af 12% meiriháttar fylgikvilla. Dánartíðni eftir 30 daga var 1,8%, eftir 12 mánuði 5,6% og 8,3% eftir 24 mánuði. Dánartíðni eftir 24 mánuði hjá þeim sem lögðust inn á gjörgæslu var 24%, og 28,9% hjá þeim sem fengu meiriháttar fylgikvilla. Sjálfstæðir áhættuþættir fyrir meiriháttar fylgikvillum voru American Society of Anesthesiologists (ASA) skor og að undirgangast meðalstóra- eða meiriháttar aðgerð. Sjálfstæðir áhættuþættir fyrir dánartíðni eftir 12 mánuði voru aldur, bráður nýrnaskaði fyrir aðgerð og að undirgangast meðalstóra- eða meiriháttar aðgerð.
  Ályktun: Helmingur kviðarholsaðgerða á Landspítala á tímabilinu voru bráðaaðgerðir og undrliggjandi sjúkdómar voru algengir. Skamm- og langtíma dánartíðni var lág miðað við erlendar rannsóknir þrátt fyrir að fylgikvillar væru algengir. Þessar niðurstöður varpa ljósi á að hægt er að bjóða upp á fjölbreyttar kviðarholsaðgerðir í litlu, landfræðilega einangruðu heilbrigðiskerfi, með ásættanlegum árangri.

Samþykkt: 
 • 27.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Sc. líf-og læknav._Elva Dögg Brynjarsdóttir.pdf746.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf474.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF