is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29096

Titill: 
  • Mismunandi sviðsmyndir eldsumbrota í eldstöðvakerfi Kötlu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Katla er eitt af hættulegustu og virkustu eldfjöllum á Íslandi. Gríðar stór askja felur sig undir 600 km2 ísþekju Mýrdalsjökuls. Eldstöðvakerfi Kötlu er um það bil 80 km langt frá SV til NA og 30 km breitt við megineldstöðina. Alls hafa 20 gos orðið á sögulegum tíma, 18 þeirra hafa náð að brjótast í gegnum ísinn. Skriðjöklarnir Entujökull, Sólheimajökull og Kötlujökull hafa sorfið djúp skörð í barma öskjunnar. Jökulhlaup sem verða vegna eldgosa í Kötlu fara fram þessi skörð. Jökulhlaup Kötlu geta náð allt í 100,000 – 300,000 m3/s. Hlaup undan þessum skriðjöklum hafa myndað gríðaststór sandflæmi til að nefna Sólheimasand, Skógasand, Mýrdalssand og Markafljótsaura. Eldsumbrot í Kötlu geta verið fjölbreytileg en þrjú algengustu eru 1) basísk sprengigos, 2) súr sprengigos og 3) sprungugos. Basísku sprengigosin eiga upptök sín innan barma öskjunnar. Basísk gos hafa verið ráðandi síðan Eldgjá gaus árið 934. Árið 1755 átti sér stað eitt mesta basíska sprengigos í Kötlu. Heildarrúmmál gosefna nam um 1500 milljón m3. Súr sprengigos eru næstalgengust en 12 slík gos eru þekkt á forsögulegum tíma og mynduðu svokölluðu ,,SILK” lögin. Þau hafa staðið í mun skemmri tíma heldur en þau basísku. Súr gos eru aðeins þekkt milli Hólmsárgoss sem varð fyrir um 7700 árum og Eldgjárgossins árið 934. Það gæti bent til þess að gríðarlegar breytingar hafa orðið í kvikuhólfinu eftir Eldgjá. Sprungugos eiga upptök sín innan eða utan öskjunnar og eru líklegast stærsta og hættulegasta tegund eldsumbrota Kötlu. Eldgjárgosið er eitt af stærsta sprungugosum í heiminum síðustu 1100 ár. Sprungan var um 75 km löng og teygir sig frá öskju Kötlu í NA að Stakafelli við Vatnajökul. Það stóð í um 3 – 8 ár og framleiddi rúmlega 19,6 km3 af gosefnum. Þó svo að basísk gos hafi verið ráðandi tegund undanfarnar aldir er ekki hægt að næsta gos sé súrt. Mikil jarðskjálftavirkni við Goðabungu gæti verið merki um að leynigúll sé að brjóta sér þar leið upp á yfirborðið um þessar mundir. Veðurfarsbreytingar vegna eldgosa í Kötlu hafa orðið bæði hér á landi og víðsvegar um heiminn. Heimildir eru til um miklar breytingar veðurfars í Evrópu og alla leið til Kína. Vetur urðu kaldir og erfið ár fylgdu eldgosum Kötlu. Hætturnar sem fylgja eldgosum Kötlu eru jökulhlaup, mikið öskufall og eldingar. Öskufall og jökulhlaup hafa eytt beitilöndum og högum hjá bændum og haft gríðarleg áhrif á mótun og myndun landslags umhverfis Mýrdalsjökul. Eldingarhætta er líklegast vanmetnasta hættan en eldingar fylgja gosmekkinum. Eldingar eru hættulegastar næst eldstöðinni en verða ólíklegri því lengra sem farið er frá eldstöðinni. Þar sem margir íbúar eru í grennd við þessa hættulegu eldstöð hafa almannavarnir sett upp viðbragðsáætlun þegar gos verður. Ómögulegt er að áætla hvenær eða hvernig næsta gos verður í Kötlu. Síðasta stórgos í Kötlu var árið 1918 en síðustu 1100 ár gaus hún að meðaltali tvisvar á öld.

Samþykkt: 
  • 28.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mismunandi sviðsmyndir eldsumbrota í eldstöðvarkerfi Kötlu. 2017. BS - Hjalti Kristinsson.pdf1.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Rafræn yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf109.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF