is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29102

Titill: 
  • Áhrif sundlauga: Líðan, upplifun, hegðun
  • Titill er á ensku Swimming Pools and their Affects: Feeling, Experience, Behavior
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari 60 eininga ritgerð til meistaraprófs í þjóðfræði er fjallað um áhrifaþætti á líðan, upplifun og hegðun þeirra sem sækja sundlaugar á Íslandi. Rannsóknin byggir á eigindlegum aðferðum, sem sagt viðtölum, spurningaskrá og vettvangsnótum rannsakanda. Almennu umhverfi sundlauga er lýst og gerð grein fyrir félagslegum veruleika innan sundlauganna. Sundlaugar hér á landi þjóna mikilvægu hlutverki í lífi þeirra sem sækja laugarnar reglulega; til líkamsræktar, félagslegra samskipta sem og til að slaka á, auðga andann með því að draga sig inn á við og koma upp úr lauginni endurnærðir. Sá hópur sem fer í sund til að vera einn með sjálfum sér og upplifa þessi endurnærandi áhrif er til umræðu í ritgerðinni. Þá er farið yfir hegðunarreglur sem gera sundgestum kleift að una sér í þessu umhverfi hálf naktir í kringum aðra hálf nakta líkama. Laugarvatnið, hljóð- og lyktarheimur sundlaugarinnar, vísanir í náttúru, árstími, veður og tími dags eru allt áhrifavaldar sem gerð er grein fyrir. Áhrifakenningar (e. affect theory) eru leiðandi í ritgerðinni en þær undirstrika að allt í umhverfi mannsins og það sem býr innra með honum hefur áhrif og vinnur saman. Lögð er áhersla á að ná utan um samhengi þessara upplifana fólks á sundferðum.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis, written in the department of folklore in the University of Iceland, discusses the main affect swimming pools in Iceland generate with their guests in terms of feelings, experience and behavior. The research is based on qualitative methods; interviews, a questionnaire and researcher’s fieldnotes. The general domain of swimming pools is described as well as their social dimensions and implications. Swimming pools play an important role in Iceland for those who frequent them for exercise, socializing, or both. There is also a group of visitors that go to the swimming pool to withdraw from the hassle of everyday life, to have a moment to themselves, to relax and rejuvenate. In the thesis, central focus is placed on this group. In the swimming pool some key societal rules become suspended, an important requisite so guests can enjoy being in the pool half naked around other half naked people. The water itself, sound- and smellscape, indication to elements of nature, seasons, weather and time of the day are all influences that affect the swimmer and form the central topics of the thesis. Affect theory is employed in analyzing the themes that mark the relation between the pool environment and the human perception thereof. The aim is to understand the experience of those who frequent swimming pools in Iceland.

Samþykkt: 
  • 29.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ahrif.sundlauga.KDG.MAritgerd.pdf3.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20170929_133323.jpg4.09 MBLokaðurYfirlýsingJPG