is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29103

Titill: 
  • Einstaklingsverkefni dansara : Birting
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Birting er skynjunarverk. Litakóreografía fyrir fimm fleti í myrku rými. fjallað verður um ferlið að baki Birtingar. Tekið verður fyrir hvernig hugmyndin þróaðist og hvaða vinnuaðferðum var beitt við sköpunina. Jafnframt mun ég tengja ferlið við fræði samtíma kóreografíu og skynjunarlistar. Litafræðin verður einnig til umfjöllunar þar sem hún er efniviður verksins. Birting er kóreografía byggð á tengingu lita við mismunandi orkustöðvar líkamans. Ef ég varpa einum lit á hvítan flöt og slekk svo á honum framkallar augað andstæða litinn sem er í rauninni ekki til. Áhorfendur sjá sýnilegu litina og jafnvel þá ósýnilegu. Verkið er 11 mínútur, aðeins fyrir einn áhorfanda í senn. Þetta er persónuleg upplifun fyrir einstaklinginn. Spurningarnar sem ég lagði upp með í ferlinu voru: Hvað kalla litirnir fram í manneskjunni? Hefur kóreografía litanna bein áhrif á líkama áhorfandans? Þetta var tilraun til að hreyfa við áhorfandanum og komast að því hvort litir væru þess megnugir að hreyfa við tilfinningum sýningargesta með því að skapa persónulega upplifun. Í greinagerðinni mun ég skoða hvernig aðferðir danshöfundarins eru notaðar í Birtingu. Hvað er kóreografía án dansara?

Samþykkt: 
  • 2.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29103


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
greinagerðbirting.pdf517.67 kBLokaðurGreinargerðPDF