is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29104

Titill: 
  • Sinfónískar etýður eftir Robert Schumann : saga verksins og flutningshefða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sinfónískar etýður op. 13 eftir Robert Schumann eru með stærri verkum píanóbókmennta fyrri hluta 19. aldar og þær eiga sér mikla sögu. Í þessari ritgerð verða skoðaðir meginþættir sem höfðu áhrif á Schumann við skrif verksins og síbreytilega sögu þess bæði fyrir og eftir að tónskáldið lést. Það tók Schumann heil átján ár að ljúka við verkið og vegna þessa langa aðdraganda flækist saga þess talsvert en um leið verður enn áhugaverðara að taka það til skoðunar. Í ritgerðinni eru bornar saman nokkrar mismunandi útgáfur verksins og þær tengdar við atburði í lífi Schumanns. Einnig er leitast við að greina ástæður breytinganna sem voru gerðar á verkinu. Að lokum er farið yfir mismunandi upptökur flytjenda og flutningssögu verksins eftir að Schumann lést. Skoðað er hvernig flutningshefðir þess hafa breyst yfir árin og ástæður fyrir þeim breytingum. Við rannsóknina var stuðst við helstu upptökur verksins sem gerðar voru á 20. öldinni ásamt hinum ýmsu útgáfum sem hafa verið birtar síðan verkið var samið.

Samþykkt: 
  • 2.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sinfónískar Etýður Erna Vala.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna