is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29105

Titill: 
  • Álagsmeiðsli tónlistarmanna : aðferðir sem sporna gegn álagsmeiðslum tónlistarmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestir ef ekki allir tónlistamenn hafa fundið fyrir líkamlegu álagi á einhverjum tímapunkti á ferli sínum. Erfiði hljóðfæraleikara hefur ekki verið veitt jafn mikil athygli og t.d. álag íþróttamanna. Í þessari ritgerð verður áherslan lögð á álag hljóðfæraleikara og söngvara. Í samfélagi sem einkennist af miklum hraða og álagi eykst krafan einnig á hljóðfæraleikara og aðra listamenn. Það þykir sem dæmi ekki óeðlilegt að eftirsóttur hljóðfæraleikari eða söngvari komi fram á tónleikum í New York og sé tveim dögum síðar kominn til Evrópu að halda þar tónleika eða leiðbeina á masterklössum eða halda námskeið. Líkamar tónlistarfólk eru oft yfirspenntir og glíma við ýmis konar slit. Nokkuð margar aðferðir hafa þróast og eru kenndar til þess að vinna á móti þeim afleiðingum sem þetta hefur fyrir líkama listamanna. Alexandertækni, Feldenkrais, Timani og Lichtenberg hafa allar svipuð markmið, að tónlistarfólk læri að skilja hvað gerist í líkamanum þegar það spilar eða syngur og getur þar af leiðandi bætt samhæfingu og lært að slaka á í flutningi, þá nær tónlistin að streyma í gegn með minni líkamlegri fyrirhöfn. Hér verður gerð betur grein fyrir þeim aðferðum sem liggja til grundvallar, helstu markmiðum og kennsluaðferðum. Farið verður yfir rannsóknir á efninu en þær sýna hversu mikill fjöldi tónlistarmanna þjáist af álagsmeiðslum vegna of mikils álags.

  • Útdráttur er á ensku

    Most, if not all musicians and other artists have experienced physical stress at some point in their process. The difficulty and the strain that instrumental players (and other artists) can experience have not been given an equal attention to, as for example, athletes strain. Here the focus will be placed on the instrumental players and singers. The excessive bodywork of musical artists will wear down and make the career short. There is a constant demand in society for speed, workload and unnatural mechanisms, such as an aspiring singer singing a concert in New York then going to Europe two days later and singing there for another show or more, afterwards organizing courses for enthusiastic students. A number of methods have evolved and are taught to work against the consequences that this has on the body of the artists. Alexandria, Feldenkrais, Timani and Lichtenberg all share similar goals that musicians learn to understand what happens in the body when it plays or sings and therefore can improve coordination and learn to relax in transit so the music can flow through it. Here you will find a better understanding of the methods, the main goals and teaching methods. Research on the subject will be investigated, showing the amount of musicians suffering from injury due to strain caused by excessive stress.

Samþykkt: 
  • 2.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alagsmeidsli_tonlistarmanna_BMus.pdf514.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna