is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29106

Titill: 
  • Tónblær og hljóðblær hefðbundinna hljóðfæra sem forgrunnur í nútímatónsmíðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að mati finnska tónskáldsins Kaija Saariaho (f. 1952) væri erfitt að finna hliðar og aðferðir innan tónlistarinnar sem gæfu okkur eins sterkt dýnamískt form og það form sem samanstendur að mestu af hljómsetningu og laglínum. En hefðbundnar aðferðir með áherslu á tóna eru hinsvegar börn síns tíma. Aðferðir sem byggjast aðallega á tónum eru aðeins ein af mörgum leiðum til að skapa spennu og form í tónlist. Í þessum skrifum verður ljósi varpað á þá leið 20. Og 21. aldar þar sem vægi tónblæs og hljóða er í forgrunni. Rædd verða ýmis hugtök sem koma tónblæ við, farið verður yfir söguna, útvíkkuð (e. extended) og ný strengjatækni verður skoðuð ásamt dæmum frá viðeigandi verkum útvaldra tónskálda; Kaija Saariaho (f. 1952), Rebecca Saunders (f. 1967) og Pierluigi Billone (f. 1960). Upplýsingum og skoðunum var safnað saman úr fræðigreinum, hljóðfæratæknibókum, upptökum og nótum og voru ákveðnar hugmyndur um hljóð frá strengjahljóðfærunum mér að leiðarljósi í gegnum ritgerðina. Þetta viðfangsefni varð fyrir valinu allra helst til að hjálpa sjálfri mér að komast nær öðrum hljóðfærum en mínu eigin þegar kemur að sköpun með hljóðum. Ritgerðin er því ætluð nýjum tónskáldum sem e.t.v. eru forvitin um óhefðbundin hljóð og áferðir þeirra en vita eflaust ekki hvar eigi að byrja. Af þessari ástæðu verður ekki kafað mjög djúpt í ákveðinn pól efnisins, heldur er meiningin að fá ákveðna yfirsýn á og komast nær tónblæ og tónhæðalausum hljóðum bæði á óáþreifanlegan, sögulegan hátt og áþreifanlegan hátt í gegnum hljóðfærin. Ljóst er að notkun tónblæs sem aðaláhersla í tónverkum er mikilvæg tíska í nútímatónlist og hefur hún þróast mikið með tímanum, og mun halda áfram að þróast í nýjar áttir þegar við kemur tilgangi, umræðum og nýjum víddum í hljóðfæratækni.

Samþykkt: 
  • 2.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tónblær og hljóðblær hefðbundinna hljóðfæra sem forgrunnur í nútímatónsmíðum.pdf2,06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna