is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed, M.Mus.Ed) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29110

Titill: 
  • Spjaldtölvur, sköpun og læsi : tilfellarannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Árið 2012 hófst þróunarverkefni í Salaskóla í Kópavogi sem miðaði að aukinni notkun spjaldtölva í skólastarfi og eftir sveitarstjórnakosningarnar 2014 var ákveðið að efla enn frekar tæknivæðingu grunnskólanna. Þetta fól meðal annars í sér að kennarar á mið- og unglingastigi fengu spjaldtölvur til einkanota. Með innleiðingu spjaldtölva í skóla var stefnt að því að efla skapandi skólastarf og bjóða nemendum upp á fjölbreytt námsumhverfi sem gæti mætt fjölbreyttri getu og ólíkum þörfum nemenda.
    Markmið mitt í þessarri MA-meistaraprófsritgerð er að skoða hvernig kennurum gengur að nota spjaldtölvurnar við skapandi skólastarf og hvort spjaldtölvurnar nýtist lesblindum nemendum við námið. Einnig vakti fyrir mér að skoða hvort rafbækur væru að taka við af hinum hefðbundnu námsbókum.
    Framkvæmd var tilfellarannsókn í einum skóla í Kópavogi þar sem ég notast við eigindleg gögn úr viðtölum sem ég tók við sex kennara. Í fræðikaflanum er fjallað um innleiðingu spjaldtölva í Kópavogsbæ. Skoðað hver skilgreining á rafbók er, ástæða og einkenni lesblindu, sköpun og læsi í grunnþáttum menntunar og kenningar heimspekingsins og menntafrömuðarins John Dewey um verkhyggju.
    Niðurstöður sýna að spjaldtölvur eru góð viðbót við skapandi skólastarf, en geta líka orðið til þess að verkefni verða einhæf ef kennarar ná ekki góðum tökum á spjaldtölvunum. Sumir viðmælendur virtust ekki hafa mikinn áhuga, tíma eða getu til að kynna sér betur notkunarmöguleika spjaldtölvunnar og flestum fannst þeir hafa verið þvingaðir til að nota þær sem fól í sér talsverða aukavinnu í eigin frítíma auk meira álags í starfi. Samkvæmt viðmælendum virðist það mjög persónubundið hvort spjaldtölvurnar séu að nýtast lesblindum nemendum, en allir viðmælendur voru þó sammála um það að geta haft hljóðbók til taks væri mikil kostur fyrir nemendur. Þrír kennarar nefndu hversu þægilegt það væri ef námsefni væri allt í gagnvirkum rafbókum, þar sem nemendur gætu bæði hlustað og lesið í stað þess að vera sækja tvær skrár, hljóðbók og flettibók. En enginn kennaranna vildi hætta að nota hefðbundnar prentaðar bækur, þar sem það sé allt önnur upplifun að fletta prentaðri bók en rafbók.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim with the introduction of tablet computers, in Icelandic schools was to empower creativity in education and offer a diverse learning environment, which could meet the various abilities and different needs of students. In 2012 a development project was started in Salaskóli, Kópavogur, utilizing tablet computers and following local elections in 2014, the decision was made to further increase the technological advance of the schools by giving primary and secondary school students, as well as their teachers, tablet computers for private use. My aim with this MA-thesis is to observe how the teachers have managed to implement the use of tablet computers in creative education and whether the devices are of use to dyslectic students. In addition, my purpose was to inquire whether e-books were replacing the traditional textbooks. A case study was conducted in a primary school in Kópavogur, where I used qualitative data from interviews with six teachers about the implementation of tablet computers. The observation focuses on the definition of the e-book, the cause and symptoms of dyslexia, creativity and literacy in the pillars of education as well as John Dewey’s theories on Pragmatism. The results show tablet computers to be an asset to creative education, but that they can also lead to monotonous projects if teachers are unable to manage their use properly. Some of those interviewed did seem to lack interest, ability or time to acquaint themselves with the potential use of the tablet computer and most felt that they had been forced to use them resulting in more work during free time as well as an increased load during working hours. According to correspondents, the usefulness of tablet computers to dyslectics comes down to each individual respectively, but all agreed that availability of audiobooks on tablet was a good alturnative. All three supervising teachers mentioned how much easier it would be if all course texts would be available as interactive, digital material, resulting in only one e-book for student. Not as both flipbook and an audio book. None of the teachers were willing to cease use of traditional reading material as printed books generally serve an entirely different reading experience than e-books.

Samþykkt: 
  • 2.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Auður Björnsdóttir 1974.pdf928,44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna