is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29112

Titill: 
  • Þverflautan : frá barokk til Böhm
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Theobald Böhm er lykilnafn í þverflautusögunni. Árið 1847 hannaði hann nýja flautu sem gjörbreytti því hvernig spilað er á flautu. Á undan þessari flautu var notuð barokk flauta en flautan er eitt elsta hljóðfæri sem til er í dag. Orðið flauta felur í sér víðtæka merkingu. Barokk flautan var ólík Böhm flautunni á þann hátt að hún er með keilulaga borun og mjókkaði frá munnstykkinu og út í endann en oftast með blásturshljóðfæri þá breikka þau frá munnstykki og til enda sem gerir það að verkum að þau eru hljómmeiri. En Böhm flautan aftur á móti er sívöl og alveg jafn breið frá munnstykki til enda. Áður en Böhm hannaði sína þverflautu voru margir sem þróuðu barokk flautuna áfram eins og til dæmis flautan sem Charles Nicholson spilaði á sem faðir hans þróaði og flautan sem J. J. Quantz spilaði á og eru þær í kallaðar 19. aldar flautur. Margir af virtustu tónskáldum veraldar hafa samið frábær verk fyrir flautu. J.S. Bach samdi fullt af sónötum og öðrum verkum á barokktímanum sem í dag flokkast á meðal mikilvægustu tónverka flautuheimsins. Eftir að Böhm flautan varð til fara tónskáld að skrifa erfiðari og flóknari verk sem reyna á alla eiginleikana flautunnar, sem dæmi um það er til dæmis Pierre Boulez, Edgard Varése og fleiri. Enn sem komið er hefur enginn hannað nýja þverflautu en hins vegar hefur verið þróuð útgáfa af Böhm flautunni sem kallast kvarttóna flauta.

  • Útdráttur er á ensku

    Theobald Boehm is a very important person in the flute history. In 1847 he made a flute that changed everything. The flute is one of the oldest instruments we know of today and the flute they used to play on before the Boehm flute was a baroque flute. The word flute can mean many things. For instant, the difference between the Boehm flute and the baroque flute is that the baroque flute has a conical bore which means it widens from the mouthpiece to the end of the instrument but the Boehm flute has a cylindrical bore which means it has the same width everywhere. Before Boehm designed his flute, there were many that made their own take on the baroque flute. Charles Nicholson played on a flute that his father had modified and J. J. Quantz also played on a modified baroque flute, these flutes are called 19th century flutes. Many of the world's greatest composer have composed amazing pieces for the flute. J. S. Bach composed many sonatas and other pieces during the baroque time and still today they are one of the most important pieces in the flutes repertoire. After the Boehm flute was made composers started to really explore the flute and composed pieces that tried on every asset of the flute, for instant, composers like Pierre Boulez and Edgard Varèse. Still to this day no one has made a brand-new flute but the Boehm has been modified to play more modern and it’s called the quarter tone flute.

Samþykkt: 
  • 2.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð REM.pdf396.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna