is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29134

Titill: 
  • Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum: Orsakir, áhrif og efnahagsleg þýðing
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna orsakir beinna erlendra fjárfestinga í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum, áhrif beinna erlendra fjárfestinga á fyrirtækin ásamt efnahagslegri þýðingu slíkra fjárfestinga fyrir Ísland. Notast var við eigindlega rannsókn í formi viðtala. Þrettán þátttakendur tóku þátt. Átta þeirra voru stjórnendur nýsköpunar- og tæknifyrirtækja. Fyrirtækin voru allt frá því að vera lítil sprotafyrirtæki yfir í að vera stór fyrirtæki á íslenskann mælikvarða. Einnig var rætt við fimm aðra aðila sem höfundar töldu að gætu varpað ljósi á markmið rannsóknarinnar. Niðurstöður leiddu í ljós að fyrirtækin þurftu að byggja upp traust erlendu fjárfestana til þess að sannfæra þá um að fjárfesta. Sum fyrirtæki staðsettu sig erlendis vegna þess að þau töldu það auka möguleikann á því að fá inn erlenda fjárfesta. Bein erlend fjárfesting var mikilvæg öllu nema einu fyrirtæki til þess að vaxa og dafna í erlendri samkeppni. Þáttur þekkingar og tengsla sem komu með fjárfestunum var ekki síður mikilvægari. Fjárstreymi erlends fjármagns til landsins í nýsköpunar- og tæknifyrirtæki hefur ekki mikla efnahagslega þýðingu. En þó er talið að vöxtur í alþjóðageiranum sé mikilvægur framtíðarhagvexti Íslands og er erlend fjárfesting hugsanlega mikilvæg því að auka vöxt íslenskra nýsköpunar- og tæknifyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 5.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bein-erlend-fjárfesting-í-íslensk-nýsköpunar-og-tæknifyrirtæki.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna