is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29138

Titill: 
  • Alltaf sami heiðurinn : viðhorf íþróttamanna ársins og þeirra íþróttamanna sem komist hafa á topp 10 lista hvort kynjaskipta ætti kjörinu um íþróttamann ársins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það hefur oft komið upp í umræðunni hvort það ætti að kynjaskipta valinu um íþróttamann ársins. Konur hafa unnið titilinn fimm sinnum af þeim 61 skiptum sem hann hefur verið veittur. Markmiðið með rannsókninni var að kanna viðhorf sjálfra íþróttamannanna sem kjörnir hafa verið íþróttamaður ársins eða hafa komist á topp 10 lista hvort þeim fyndist að það ætti að kynjaskipta kjörinu. Auk þess var kannað hvaða gildi það hafði fyrir þá að vera kjörnir íþróttamaður ársins eða komast á topp 10 lista, hversu mikla fyrirmynd þeir töldu sig og aðra íþróttamenn í kjörinu vera og hvort þeir héldu að eitthvað myndi breytast í íþróttum ef valið yrði kynjaskipt. Í rannsókninni var notast við megindlega aðferð þar sem spurningalisti var sendur út til þátttakenda. Svörin voru síðan greind eftir kyni og einnig voru borin saman svör íþróttamanna ársins við þá íþróttamenn sem komist hafa á topp 10 lista í kjörinu. Þátttakendur voru 56, þar af 26 konur (47,3%) og 29 (52,7%) karlar. Af þessum 56 þátttakendum voru 10 af þeim verið kjörnir íþróttamenn ársins eitthvað árið. Megin niðurstöðurnar voru þær að meira en helmingur íþróttamannanna var þeirrar skoðunar að kynjaskipta ætti kjörinu um íþróttamann ársins. Bæði kyn voru sammála því að fjölmiðlaumfjöllun myndi aukast ef valinu yrði kynjaskipt og frekar sammála því að virðing kvennaíþrótta myndi einnig aukast án þess þó að hafa áhrif á að virðing karlaíþrótta myndi minnka. Konur litu frekar á sig og aðra íþróttamenn í kjörinu sem fyrirmynd en karlar, þó svo að þeir litu líka á sig sem fyrirmynd. Íþróttamennirnir litu á sig sem fyrirmynd fyrir alla en meiri fyrirmynd fyrir börn og unglinga heldur en fullorðna.

Samþykkt: 
  • 5.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-Skemmma1.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna