is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29141

Titill: 
 • Forvarnir gegn stoðkerfisverkjum í námi í rafvirkjun
 • Titill er á ensku Prevention of musculoskeletal pain in curriculum for electro technics in vocational schools
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Stoðkerfisverkir eru stórt vandamál hjá einstaklingum út um allan heim. Margir vinna með sér stoðkerfiseinkenni tengda vinnu þeirra í iðngreingum. Líaflfræðilegir-, lífeðlisfræðilegir og sálfélagslegir þættir ýta undir líkur á stoðkerfisverkjum tengdum vinnu. Fræðsla um þessa þætti gæti minnkað líkurnar á þeim og er því mikilvægt að einstaklingar séu meðvitaðir um þessa þætti. Rafvirkjar er ein tegund iðngreinar sem tengist þeim þáttum sem auka líkurnar á stoðkerfisverkjum. Lítið er til um rannsóknir á algengni þessara verkja.
  Markmið: Rannsaka hvort fræðsla um forvarnartengda þætti gegn vinnutengdum stoðkerfisverkjum sé veitt í iðnskólum og hins vegar hvort þessir verkir séu raunverulegt vandamál meðal rafvirkja á Íslandi.
  Aðferðarfræði: Lesið var yfir námskrár iðnskólanna sem kenndur rafvirkjan eða grunnám í rafiðn og farið yfir námskeiðslýsingar þar sem þær voru aðgengilegar. Lögð var fyrir könnun þar sem rafvirkjar á Íslandi voru spurðir út í þá fræðslu sem þeir hefðu fengið og hvort þeir finndu fyrir stoðkerfisverkjum sem þeir tengdu við vinnu sína sem rafvirkja. Sett var krafa um sveinspróf og að einstaklingarnir hefðu unnið við iðnina i þrjú ár eða lengur.
  Niðurstöður: Í engum af þeim átta skólum sem kenndu grunnám í rafiðn og/eða nám í rafvirkjun var lögð áhersla á fræðslu um forvarnir gegn stoðkerfisverkjum tengdum vinnu. Þá var heldur ekki lögð áhresla á forvarnir við töku á sveinsprófi né voru áfangar í endurmenntun sem lögðu áherslu á þær. Niðurstaða könnunarinnar var sú að 80,9% rafvirkja fundu fyrir stoðkerfisverkjum sem þeir tengdu við vinnu og mikill minnihluti þeirra hafði hlotið einhverja fræðslu.
  Ályktanir: Það þarf að rannsaka betur stoðkerfisverkjamynstur hjá rafvirkjum á Íslandi, en þessi ritgerð sínir fram á það að þeir eru stórt vandamál. Einnig er lítið fjallað um áhættuþætti, líkamsstöðubeitingu og hagræðingu á vinnu í námi í rafvirkjun og það þyrfti að auka.

Samþykkt: 
 • 6.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerð - Lokaútgáfa.pdf552.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
22281474_10159315518210034_241963046_o.jpg55.1 kBLokaðurYfirlýsingJPG