is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29145

Titill: 
  • Joðhagur ungbarna við fimm og hálfs mánaða aldur: Þversniðsrannsókn meðal íslenskra ungbarna
  • Titill er á ensku Iodine status of breastfed infants at 5.5 months: A cross-sectional study of Icelandic infants
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Snefilefnið joð er hluti af skjaldkirtilshormónum og því lífsnauðsynlegt næringarefni fyrir vöxt og þroska barns í móðurkviði og frumbernsku. Skaðleg áhrif alvarlegs joðskorts eru vel þekkt en jafnvel vægur skortur er talinn geta haft neikvæð áhrif á vitrænan þroska. Joðhagur hefur um langa hríð verið góður á Íslandi en kannanir sýna að dregið hefur úr neyslu mikilvægra joðgjafa í fæðu. Ungbörn sem nærast einvörðungu á brjóstamjólk eru háð styrk joðs í móðurmjólk til myndunar skjaldkirtilshormóna. Tíðni brjóstagjafar er há á Íslandi en engar rannsóknir eru til á joðhag ungbarna hérlendis eða joðstyrk í móðurmjólk. Markmið þessarar rannsóknar var að meta joðhag ungbarna sem nærast að mestu eða öllu leyti á brjóstamjólk með því að kanna hvert miðgildi joðstyrks í þvagi (median urinary iodine concentraion (UIC)) þeirra og móðurmjólk (median breast milk iodine concentration (BMIC)) væri og meta neyslu mæðra á þekktum joðgjöfum. Niðurstöðurnar voru bornar saman við viðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um miðgildi joðstyrks í þvagi sem sem gefur til kynna viðunandi joðhag (≥100 μg/L), viðmið um miðgildi BMIC og ráðleggingar um fæðuval. Þátt tóku 60 ungbörn frá þremur heilsugæslustöðum í Reykjavík og nágrannasveitafélögum og mæður þeirra. Miðgildi (25.-75. hundraðshlutar) UIC var 152 (79-239) μg/L og aðeins 8% barnanna voru með 50 μg af joði í lítra af þvagi. Miðgildi (25.-75. hundraðshlutar) BMIC var 84 (48-114) μg/L. Meðalneysla mæðra á mjólk- og mjólkurvörum (auk osta) var 1,7 skammtar á dag og meðalneysla þeirra á fiski var 1,8 máltíð á viku. Niðurstöðurnar benda til þess að joðhagur íslenskra brjóstabarna sé fullnægjandi og að styrkur joðs í móðurmjólk sé innan heppilegra marka þrátt fyrir að meðalneysla á þekktum joðgjöfum í fæðu sé heldur minni en ráðleggingar segja til um.

  • Útdráttur er á ensku

    The trace element iodine is necessary for the synthesis of thyroid hormones and therefore an essential nutrient for growth and development during the prenatal stage and infancy. The detrimental effects of iodine deficiency disorders are well known and even mild subclinical deficiency can risk subnormal cognitive development. Iodine status in Iceland has for long been adequate but surveys have shown declining consumption of important iodine sources in the diet. Exclusively breastfed infants depend solely on the concentration of iodine in breast milk for their production of thyroid hormones. Breastfeeding is highly prevalent in Iceland but no studies exist on iodine status of breastfed infants in the country or the iodine concentration of breast milk. The aim of this study was to assess iodine nutrition of exclusively and predominantly breastfed infants by measuring iodine concentration in infant urine (UIC) and breast milk (BMIC) and to estimate maternal consumption of iodine sources. Results were compared to the World Health Organization’s epidemiological criteria suggesting iodine sufficiency in infants, which is a median UIC of 100 μg/L, or higher, suggested BMIC indicating sufficiency and food based dietary guidelines. Sixty mother-infant pairs from three primary health care centers in Reykjavik and vicinities provided infant urine and breast milk samples and information on habitual diet. The median (25th-75th percentiles) UIC was 152 (79-239) μg/L and only 8% of infants had UIC <50 μg/L. The median (25th-75th percentiles) BMIC was 84 (48-114) μg/L. Mothers consumed on average 1.7 portions of dairy (including cheese) a day and 1.8 meals with fish a week. This sample of breastfed infants seems to have adequate iodine status, based on current recommendations on median UIC of iodine sufficient populations. Their lactating mothers provide them with breast milk with iodine concentration in a range which suffices them although maternal intake of known sources of iodine in the Icelandic diet was a bit lower than recommended.

Samþykkt: 
  • 6.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29145


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Erna_Petersen.pdf1.35 MBLokaður til...05.10.2027HeildartextiPDF
Yfirlýsing_EP.pdf370.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF