is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29146

Titill: 
 • Komur krabbameinssjúklinga 67 ára og eldri á bráðamóttökur Landspítala vegna verkja. Aftursýn rannsókn á sjúkraskrárgögnum frá 2012-2015
 • Titill er á ensku Cancer patients 67 years and older attending emergency departments at Landspítali because of pain. Retrospective chart review during 2012-2015
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Meira en helmingur þeirra sem greinast með krabbamein eru yfir 65 ára aldri og talið er að meira en 70% þeirra séu með verki. Aldraðir hafa reynst verr verkjastilltir og fá síður verkjalyf, en þeir sem yngri eru, þegar þeir leita á bráðamóttökur vegna verkja.
  Tilgangur: Að skoða tíðni og eðli koma 67 ára og eldri einstaklinga með krabbamein á bráðamóttökur Landspítala með verki sem komuástæðu og skráningu hjúkrunarfræðinga á verkjamati í rafræna sjúkraskrá.
  Aðferðafræði: Rannsóknin var í tveimur þrepum. Annars vegar aftursýn á rafrænum sjúkraskrárgögnum úr Vöruhúsi gagna Landspítala árin 2012-2015. Eftirfarandi breytur voru skoðaðar: fjöldi koma með komuástæðu verkir (ICPC), komudeildir, afdrif (innlögn/heim), dánartíðni, biðtími á bráðamóttöku, aldur, kynjaskipting, hjúskaparstaða, búseta, forgangsröðunarflokkur (ESI) og skráning verkja í rafrænt verkjamatseyðublað í sjúkraskrá. Á seinna þrepi var gerð úttekt á skráningu hjúkrunarfræðinga á verkjum, verkjamati og gjöf verkjalyfja í handfærðri sjúkraskrá hjá 23 einstaklingum úr heildarúrtakinu. Gögnin voru greind með lýsandi tölfræði í tölfræðiforritunum Excel og SPSS 22.
  Niðurstöður: Alls komu 209 67 ára og eldri með krabbameinsgreiningu á bráðamóttökur Landspítala vegna verkja, alls voru komur 230 á úttektartímabilinu. Á stærstu bráðamóttökuna G-2 komu 195 (85%), af þeim voru karlar 55% og elsti einstaklingurinn var 94 ára. Innlagnir á deildir Landspítala voru 154 (67%). Árið 2015 voru 85% látnir. Meðalbiðtími eftir innlögn hafði lengst úr 10,0 klukkustundum árið 2012 í 13,4 klukkustundir árið 2015. Tími frá komu til útskriftar heim frá bráðamóttöku lengdist úr 7,5 klukkustundum í 11,2 klukkustundir. Flestir komu á fimmtudögum (17%), stærsti aldurshópurinn var 67-75 ára (47%) og 57% voru giftir. Algengust var forgangsröðun í flokk 2 og 3, innlagnir voru oftast á krabbameinsdeild 11-E og blóðmeinadeild 11-G. Verkir voru skráðir í rafræna sjúkraskrá fimm einstaklinga (2%) af 209 og endurmetnir hjá tveimur þeirra. Mat á verkjum var skráð í frjálsum texta í rafræna sjúkraskrá 22 einstaklinga af þeim 23 sem skoðaðir voru sérstaklega, 13 einstaklingar af þessum 23 fengu verkjalyf.
  Ályktun: Niðurstöður gefa vísbendingar um að mikilvægt sé að bæta skráningu verkja til að endurspegla gæði þjónustu við einstaklinga með krabbamein sem leita á bráðamóttöku Landspítala vegna verkja. Meirihluta úrtaksins var forgangsraðað með háan bráðleika, stór hluti lagðist inn. Þetta kallar á frekari rannsóknir á því hvernig skráningu verkja er háttað hjá hjúkrunarfræðingum á bráðamóttökum sem sinna þessum einstaklingum og gæðum verkjameðferðar.
  Lykilorð: verkir, krabbamein, aldraðir, bráðamóttökur

 • Útdráttur er á ensku

  Background: More than half of those diagnosed with cancer are over 65 years of age and it is believed that more than 70% of individuals with cancer suffer from pain. The elderly seem to receive worse pain management and are less likely to get pain medication, than those who are younger, when they come to emergency departments due to pain related problems.
  Aim: To describe the frequency and nature of visits by 67 years and older individuals with cancer who came to the emergency departments at Landspítali National Hospital due to pain as well as the nurse registration on pain in electronic medical records.
  Methodology: The study was in two phases. The first phase included a retrospective chart review from the Clinical-Data Warehouse within the hospital from the year 2012–2015. The following variables were analyzed: the number of patient arrivals because of pain (ICPC), type of emergency departments, outcomes (admission/discharge), mortality, lenght of stay at the emergency department, age, gender, marital status, place of living, severity index (ESI) and registration of pain in an electronic medical records. In the second phase, nurse registration of pain, evaluation of pain and pain medication were specifically analyzed from a manual registration in journals of 23 individuals from the complete sample. Data was analyzed descriptively using Excel and SPSS 22 statistical package.
  Results: The number of patients 67 years and older with cancer diagnosis that visited the emergency departments at LSH because of pain were 209, in total 230 arrivals, during the study period. There were 195 (85%) arrivals to the general emergency department G-2. Males were 55% and the oldest patient was 94 years old. Admissions to in-patient departments were 154 (67%). In 2015 85% of the sample had died. The average waiting time for admission increased from 10,0 hours in 2012 to 13,4 hours in 2015. The time from arrival until discharge home from the emergency departments increased from 7,5 hours to 11,2 hours. The majority of the patients arrived on Thursdays (17%), the majority was 67-75 years old (47%) and 57% were married. The most common severity index was in level 2 or 3, most admissions were to the oncology and haematological wards. Pain was registered in the electronic medical records for five patients (2%) out of 209 and reassessed for two of them. Pain evaluation was registered in a free text in electronic medical records from 22 patients out of 23 that were specifically reviewed, of them 13 patients were given pain medication.
  Conclusion: Results indicate the need for improved registrations of pain to reflect the quality of service for individuals with cancer who visit the emergency departments at LSH with pain related problems. The great majority of the sample was evaluated as high severity patients, most of them were admitted. The results indicate the need to investigate how pain management in emergency departments for this group of patients is carried out, registered and controlled.
  Keywords: pain, cancer, elderly, emergency departments

Samþykkt: 
 • 6.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Þórhalla Sigurðardóttir 4 sept 2017 til bókasafns.pdf1.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Samþykki Þórhalla Sigurðardóttir.pdf174.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF