Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29147
Markmið með rannsókn þessari er að kanna greiðslumat og hvort niðurstöður þeirra gefi skýra mynd á greiðsluhæfi neytenda. Mikið magn af gögnum var greint og úr þeim gögnum var valið efni sem að mati höfunda voru þau gögn sem gátu varpað sem bestu ljósi á málefni
rannsóknarinnar. Þá var uppruna greiðslumats leitað erlendis frá og innleiðing þess rakin hingað til lands. Könnun sem framkvæmd var renndi stoðum undir þann grun höfunda að neytendur telji greiðslumatið einfaldlega gefa ranga mynd af greiðslugetu þeirra sem vakti
enn frekari áhuga höfunda við gerð verkefnis að kanna það til hlýtar. Niðurstaða höfunda var sú að greiðslumatið gefi nokkuð raunhæfa mynd af greiðslugetu neytenda en að aðrir áhrifaþættir séu helst þess valdandi að neytendur séu ósáttir við niðurstöður en það má rekja
til launaþróunar og vegna þess að það er hátt verðlag á leigumörkuðum sem að mati höfunda er ekki tekið nægilega mikið tillit til við vinnslu greiðslumats en þó ber að taka fram að launaþróun og verð á leigumarkaði tilheyra ekki rannsókn þessari.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc.viðskiptadeildHR2017a.pdf | 1.48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |