Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29148
Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort samræmi sé á milli staðfærslu Airbnb og ímynd neytenda Airbnb á Íslandi. Deilihagkerfi er fremur ný viðskiptagerð þar sem megintilgangurinn er að einstaklingar deili og skiptist á vörum og þjónustu. Airbnb er dæmi um deilihagkerfi þar sem einstaklingar geta skráð, bókað og upplifað gististaði víðsvegar um heiminn. Ímynd Airbnb á Íslandi hefur lítið verið rannsökuð þrátt fyrir að töluverður fjöldi eigna séu skráðar á landinu og mikill fjöldi Íslendinga nýti sér þjónustu Airbnb. Rannsóknin innihélt bæði eigindlega og megindlega rannsókn til að rannsaka hver ímynd neytanda Airbnb er á Íslandi. Einnig var notast við fyrirliggjandi gögn á formi myndbands þar sem stjórnendur Airbnb gera grein fyrir staðfærslu fyrirtækisins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu yfirstaðfærsla var á milli Airbnb og neytendur Airbnb á Íslandi, þar sem staðfærslu atriði fyrirtækisins eru ekki í samræmi við ímynd neytenda. Flestir leigjendur Airbnb upplifa Airbnb sem ódýran kost fremur en þau staðfærsluatriði sem Airbnb gefur sig út fyrir að vera. Einnig sýndu niðurstöðurnar að ímynd leigusala á Airbnb væri sú að Airbnb væri góð tekjulind.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
staðf.imynd.gbe.pdf | 1.73 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |