is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2915

Titill: 
  • Mat á próffræðilegum eiginleikum Norræna spurningalistans um sálfélagslega þætti í starfi (QPSNordic)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar af Norræna spurningalistanum um sálfélagslega þætti í starfi (QPSNordic) og bera niðurstöður saman við niðurstöður rannsóknar í norrænu úrtaki. QPSNordic spurningalistinn varð til út frá verkefni sem Norræna ráðherranefndin setti af stað árið 1994 og listinn var gefinn út árið 2000. Markmið nefndarinnar var að búa til norrænan spurningalista til að mæla sálfélagslega þætti í starfi sem væri það almennur og yfirgripsmikill að hann hentaði fyrir mörg ólík störf og ólíka vinnustaði. Úrtak þessarar rannsóknar var fengið úr tveimur rannsóknum, það er rannsókn Áslaugar Pálsdóttur og Sunnevu Torp (2007) og rannsókn Marteins B. Sigurðssonar (2006). Þátttakendur beggja rannsókna voru valdir af hentugleika úr nokkrum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Heildarúrtakið samanstóð af 423 starfsmönnum, 137 körlum og 277 konum. Spurningum QPSNordic var skipt niður á þrjú svið og niðurstöður unnar fyrir hvert svið fyrir sig, það er verkefnasvið, félags- og fyrirtækjasvið og einstaklingssvið. Atriði hvers sviðs voru þáttagreind og viðeigandi fjöldi þátta þvingaður fram því markmiðið var að kanna hversu vel atriði hlóðu á sömu þætti og fengust í norrænni rannsókn Dallner o.fl. (2000). Þættir einstaklingssviðs komu mjög skýrt fram en þættir voru ekki jafn skýrir á verkefnasviði og enn óskýrari á félags- og fyrirtækjasviði. Innri áreiðanleiki (alfa) kvarða var reiknaður og áreiðanleikastuðlar voru viðeigandi fyrir flesta kvarða. Til að kanna viðmiðsbundið réttmæti QPSNordic var reiknuð fylgni milli kvarða QPSNordic og fjögurra annarra spurningalista og tveggja stakra spurninga sem mæla líðan og heilsu fólks. Allir kvarðar QPSNordic höfðu fylgni við einhverjar viðmiðsbreytur en fylgnin var þó mismikil eftir kvörðum og viðmiðsbreytum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að próffræðilegir eiginleikar QPSNordic séu almennt ásættanlegir en þó nokkuð lakari en í norrænu úrtaki. Ef til vill þyrfti að bæta nokkur atriði í íslensku útgáfunni og kanna próffræðilega eiginleika listans nánar, til dæmis í stærra úrtaki.

Samþykkt: 
  • 2.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rgensen_fixed.pdf676 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna