is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29152

Titill: 
 • Tengsl lýsisneyslu á fyrsta aldursári við þróun ofnæmissjúkdóma íslenskra barna við 7-10 ára aldur: Lýsandi fylgnirannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Síðustu áratugi hefur verið aukning á ofnæmissjúkdómum í hinum vestræna heimi. Nokkrir þættir eru taldir hafa áhrif og nýlega hefur áhugi kviknað á áhrifum fitusýra í því samhengi. Rannsóknir á aukinni neyslu á omega-3 fitusýrum á meðgöngu, við brjóstagjöf og í frumbernsku hafa sýnt fram á vernd gegn ofnæmissjúkdómum. Á Íslandi er helsti omega-3 fitusýrugjafinn lýsi en ráðleggingar varðandi næringartengda þætti barna að fjögurra ára aldri er að mestu leyti í höndum hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd.
  Tilgangur rannsóknarinnar sem var lýsandi fylgnirannsókn var að skoða tengsl milli upphafs reglulegrar lýsisneyslu á fyrsta aldursári og ofnæmissjúkdóma hjá börnum á aldrinum sjö til tíu ára með það að markmiði að auka gagnreynda þekkingu í ráðleggingum hjúkrunarfræðinga í heilsueflingu það er ráðleggingar um lýsisneyslu ungra barna.
  Á Íslandi tóku 948 börn og forráðamenn þeirra þátt í samevrópskri ofnæmisrannsókn (iFAAM) þar sem börnum sem hafði verið fylgt eftir frá fæðingu til tveggja og hálfs árs aldurs í samevrópsku ofnæmisrannsókninni (EuroPrevall) var boðin þátttaka og metin á ný við sjö til tíu ára aldur. Gögnum var safnað með spurningalistum og ofnæmisrannsóknum.
  Niðurstöður sýndu að þau börn sem hófu reglulega lýsisneyslu á fyrsta aldursári voru marktækt ólíklegri til að vera með astma p=0,012, fæðuofnæmi p=0,038 og fjölofnæmi p=0,025 við sjö til tíu ára aldur. Lægri tíðni ofnæmiskvefs við sjö til tíu ára aldur var að finna hjá þeim börnum sem hófu reglulega lýsisneyslu á fyrsta aldursári en ekki var um marktækni að ræða. Ekki voru tengsl á milli exems við 7-10 ára aldur og upphafi reglulegrar lýsisneyslu á fyrsta aldursári. Við gagnaúrvinnslu var notast við kí-kvaðrat próf, OR og aðhvarfsgreiningu.
  Þegar börn hefja reglulega lýsisneyslu á fyrsta aldursári dregur úr líkum á astma, fæðuofnæmi, fjölofnæmi og næmi fyrir umhverfisþáttum og fæðu við sjö til tíu ára aldur. Heilsuefling barna er að stórum hluta í höndum hjúkrunarfræðinga og hafa þeir tækifæri til að hafa áhrif á þróun þessa ofnæmissjúkdóma með gagnreyndri fræðslu og ráðleggingum til foreldra ungra barna.
  Lykilorð: lýsi, omega-3, ofnæmissjúkdómar, heilsuefling, hjúkrun.

Samþykkt: 
 • 9.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29152


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Kristín Lilja.pdf2.26 MBLokaður til...01.10.2020HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_16.pdf12.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF