is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29155

Titill: 
  • Orðtíðnibók: Tíðni orða í sjálfsprottnu tali barna á aldrinum 5 til 8 ára.
  • Titill er á ensku Word frequency book: Word frequency in spontaneous speech of 5 to 8 year old Icelandic children.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir á orðtíðni hafa nýst fræðimönnum m.a. við málfræðirannsóknir, þegar orð eru valin til notkunar í sálfræðitilraunir og við gerð orðskilningsprófa. Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er að taka saman orð sem koma fyrir í sjálfsprottnu tali íslenskra barna á aldrinum 5;0 til 8;0 ára og útbúa orðtíðnibók. Athugað verður hvaða orð og orðflokkar koma oftast fyrir í sjálfsprottnu tali og borið saman við algengi orða í máli fullorðinna. Unnið var út frá 223 málsýnum 185 mismunandi barna sem er að finna í Gagnabanka Jóhönnu T. Einarsdóttur um málsýni. Niðurstöður rannsóknarinnar má finna í orðtíðnibók þar sem orðum er raðað eftir stafrófsröð sem og tíðniröð. Þegar niðurstöður eru bornar saman við algengi orða í máli fullorðinna má sjá líkindi milli hópanna tveggja. Þó gefa t.d. niðurstöður um algengustu nafnorðin nokkuð skýra mynd af því sem ætla mætti að væri mikilvægt í lífi barna á þessum aldri; fjölskyldumeðlimir, vinir og leikur. Hlutfall málfræðivillna lækkaði með hækkandi aldri. Niðurstöðurnar hafa gildi fyrir þá sem vinna með og rannsaka málþroska íslenskra barna. Þær má einnig nota til að útbúa mælitæki og námsefni sem nýtist börnum með málþroskafrávik og þeim sem tala íslensku sem annað mál.

  • Útdráttur er á ensku

    Research of word frequency is important for linguistic studies as well as within other research disciplines. For example, researchers use word frequency when choosing words for use in experiments and when developing word comprehension tests. This study’s main objective is to gather words used in spontaneous speech of Icelandic children aged 5;0 to 8;0 years and use them to prepare a word frequency index. The aim is to investigate which words and word types are most often used in spontaneous speech and to compare them to prevalence of words used in adult language. The work was conducted using 223 language samples from 185 children found in Jóhanna T. Einarsdóttir’s databank of language samples. When the results were compared to the word prevalence in adult language, similarities could be found between the two groups, even though the results, for example, for the most common nouns, show clearly what could be construed as important in the lives of children that age; family members, friends, and play. The ratio of grammatical errors decreased with higher age. The results are valuable to those who work with Icelandic-speaking children and in the study of children’s language development. They can also be used in developing an instrument for analysis and educational materials that are useful for children with language impairment and who speak Icelandic as a second language.

Samþykkt: 
  • 13.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc.Anna_Lisa_Ordtidnibok_ritgerd.pdf898,4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ORÐTÍÐNIBÓKIN_5-8_Anna_Lísa_Pétursdóttir.pdf12,59 MBLokaður til...22.09.2100ViðaukiPDF
Skemman_yfirlysing_alp.pdf129,32 kBLokaðurYfirlýsingPDF