Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29158
Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hvaða meðferðarform virka fyrir fæðingarþunglyndi. Leitast er eftir að svara spurningum um fæðingarþunglyndi líkt og hvaða áhættuþættir eru fyrir konur, áhrif fæðingarþunglyndis á einstaklinginn og aðra í kring og hvernig sé greint og skimað fyrir fæðingarþunglyndi. Þar á eftir er skoðað bæði hefðbundnar og óhefðbundnar meðferðir og hvort þær hafi hjálpað við bata á fæðingarþunglyndi. Rannsóknarspurning er hvaða meðferðarform virka fyrir fæðingarþunglyndi?
Allir geta þróað með sér geðsjúkdóma en sumir eru í meiri áhættu en aðrir. Þunglyndi er ein algengasta geðröskunin víðsvegar um heimin og hefur fæðingarþunglyndi svipuð greiningarskilmerki. Birtingarform fæðingarþunglyndis getur verið mjög ólíkt milli einstaklinga þar sem einkenni eru mörg. Áhættuþættir eru einnig ólíkir þar sem konur búa á mimsunandi stöðum í heiminum og lífshættir og venjur eru ólík. Rannsóknir hafa sýnt að ef tekið sé tillit til ólíkra áhættuþátta auk einkenna og valið sé meðferð út frá því þá gefur það meiri bata fyrir einstaklinginn. Ógreint og ómeðhöndlað fæðingarþunglyndi hefur miklar afleiðingar fyrir bæði einstaklinginn og aðra í kringum hann, sérstaklega barnið. Því er mikilvægt að skima fyrir og greina fæðingarþunglyndi snemma og þá hefja meðferð. Möguleiki er að nota meðferð sem virkar fyrirbyggjandi einnig. Í þessari ritgerð rannsakað hvaða meðferðarform sé fyrirbyggjandi fyrir konur í áhættuhópi.
Sem betur fer höfum við margar meðferðir og íhlutun sem byggja á ólíkum kenningum og hafa því ólík markmið. Rannsóknir sýna að bæði hefðbundnar meðferðir og óhefðbundnar hafa bætt þunglyndið og sumar gefið fullan bata. Af þeim meðferðarformum sem skoðaðar eru í þessari ritgerð voru allar sem sýndu virkni fyrir fæðingarþunglyndi. Hinsvegar voru sálfélagslegar meðferðir líkt og stuðningur frá jafningja eða maka sem sýna meiri virkni en aðrar meðferðir. Óhefðbundnar meðferðir líkt og hreyfing og jóga sýna einnig virkni. Eru þær bæði einfaldar að framkvæma og ekki nauðsynlegt að hafa meðferðaraðila við hlið sér. Til þess að fá nákvæmara svar við rannsóknarspurningu þyrfti að gera rannsókn sem ber saman virkni mismunandi meðferða til þess að fá svar við því hvaða meðferðarform virki best fyrir fæðingarþunglyndi.
The main topic of this essay is to study what form of treatment works for postpartum depression. An attempt is made to answer questions such as which risk factors are for women, the effects of postpartum depression on the individual and others around him and how to diagnose and screen for maternity depression. Thereafter we explore both conventional and alternative treatment and whether they help to recover from postpartum depression. The research question is; what form of treatment works for postpartum depression?
Everyone can develop mental illness, but some are at greater risk than others. Depression is one of the most common mental disorders around the world, and postpartum depression has similar diagnostic criteria. There are so many symptoms for postpartum depression that the embodiment can be very different between individuals. The risk factors are also different since women live in very different places in the world and both lifestyles and practices differ. Studies have shown that taking into account the different risk factors as well as the symptoms and choosing treatment with that in mind will give more benefit to the individual. Unspecified and untreated postpartum depression has a major impact on both the individual and others around him, especially the child. Therefore, it is important to diagnose postpartum depression early and start treatment. There is a possibility of using prophylactic treatment as well. In this paper we search for what type of treatment is preventive for women at risk for postpartum depression.
Fortunately, we have many treatments and interventions that are based on different theories and have different goals. Studies show that both conventional and alternatile therapies are good options for postpartum depression. All of the treatment methods we discussed in this paper have shown to work for postpartum depression. However, psychosocial therapies such as support from peers or spouses showed more activity than other therapies. Alternative treatments like exercise and yoga also show activity. Both of them are simple to perform and rather cheap to. In order to get a more accurate answer to the research question it would be preferable to do a research that compares the effectiveness of different therapies to see which works best for postpartum depression.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fæðingarþunglyndi og meðferðarform.pdf | 881,84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |