Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2916
Ferðir Íslendinga til framandi landa hafa aukist mjög á undanförnum árum. Lönd
Rómönsku-Ameríku eru þar á meðal og verða sérstaklega skoðuð í þessari ritgerð.
Ferðaþjónustan í þeim löndum var skoðuð með augum íslenskra ferðamanna.
Rannsökuð var upplifun þeirra af ferðunum ásamt hvata að ferðum og hvers vegna
löndin voru valin, einnig ímynd þeirra áður en farið var í ferðina og eftir að heim var
komið.
Eigindlegar rannsóknaraðferðir voru valdar og stuðst var við svonefnt
snjóboltaúrtak við öflun gagna. Tekin voru viðtöl við átta einstaklinga og voru
viðtölin greind eftir einkennum og upplifun ferðamanna, hvata til ferðalaga og
ímyndum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu það í ljós að Íslendingar sem
ferðast á þessar slóðir eru helst ,,könnuðir” og ,,flakkarar” skv. greiningu Cohens og
upplifanir þeirra mjög jákvæðar að öllu leyti. Hvatar til ferðalaga Íslendinga eru þeir
helstir að upplifa nýja hluti, að læra spænsku ásamt því að komast í sól og hita.
Ímyndir íslenskra ferðamanna fyrir ferðirnar voru mjög misjafnar eftir löndum og oft
mjög frumstæðar og voru oftast allt aðrar eftir ferðirnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FINITO_fixed[1].pdf | 668.78 kB | Lokaður | Heildartexti |