is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29161

Titill: 
  • Starfsmenntun og starfsþjálfun í afþreyingarferðaþjónustu á Norðurlandi : þarfir, fræðsluleiðir og hindranir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með örri fjölgun ferðamanna undanfarin ár kom upp umræða um skort á fræðslu og þjálfun meðal starfsfólks við ferðaþjónustu. Því þótti ekki úr vegi að skoða þarfir afþreyingar-ferðaþjónustu á Norðurlandi fyrir starfsmenntun og starfsþjálfun, hvaða hindranir væru í vegi og hvernig fræðsluform kæmu helst til greina. Til að rannsaka þetta var gerð könnun meðal fyrirtækja í afþreyingarferðaþjónustu á Norðurlandi, þar sem reynt var að samþætta megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð með lokuðum og opnum spurningum. Niðurstöður könnunar leiddu í ljós að helst virðist þörf á menntun og þjálfun á sviði gæða, öryggismála, sérafþreyingar fyrirtækja og leiðsagnar og umsjónar ferðamanna. Helstu hamlanir voru truflun sem nám og þjálfun getur valdið á starfsemi fyrirtækja og skortur á hentugu námi og þjálfun í nágrenni þeirra, á þeim tíma sem hentar og hægt er hafa á vinnustað eða tengja vinnu. Bæði hefðbundið skólanám og rafrænt nám gegnum tölvur og fjarfundabúnað nýtast við fræðslu og þjálfun.

  • Útdráttur er á ensku

    The fast growth of tourism in Iceland has led to discussions regarding a lack of education and training among employees in tourism. Thus it is of interest to look into the needs of tourism in the north of Iceland for vocational education and training and find out which obstacles are in the way and what form of education is the most appropriate. To investigate this a survey was carried out among activity tourism firms in the north of Iceland based on a combination of qualitative and quantitative methods by the use of both closed and open ended questions. The results show that the greatest demand seems to be in the field of quality, safety, specialised recreation, guiding and caretaking of tourists. The main obstacle consists of disturbance of the operation of the firms caused by educational activities. Furthermore a lack of education and training at a local level, preferably at the firms´ premises, or in close cooperation with the firms is seen as an obstacle. Both digital learning via distance learning and distance learning equipment is seen as beneficial to education and training.

Samþykkt: 
  • 16.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29161


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA verkefni Helgi Hannesson.pdf866.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna