is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29162

Titill: 
  • Þykkvibær sem áfangastaður ferðamanna : nýting menningararfs sem aðdráttarafls
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið gríðarlega síðustu ár og hefur í kjölfarið öðlast mikilvægi á landsvísu. Þykkvibær er byggðakjarni Suðurlandi og skilgreinist staðsetning hans á jaðarsvæði. Þó hafa jaðarsvæðin ekki enn sem komið er notið góðs af þeim vexti. Lítið framboð ferðaþjónustu er í Þykkvabæ sem hefur þó aukist með árunum, en eingöngu eru í boði nokkrir mismunandi gistimöguleikar á svæðinu. Þykkvibær á sér merkilega sögu og er kartöflurækt helsta atvinnugrein íbúa, en þessa tvo þætti er hægt að skilgreina sem þeirra helsta menningararf. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna stöðu Þykkvabæjar sem áfangastað ferðamanna og hvernig/hvort hægt væri að nýta menningararfinn sem aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Hugtök og skilgreiningar verða skoðuð með fræðilegum hætti til þess að tengja saman við viðfangsefnið og rannsóknarspurningu. Til þess að kanna viðhorf og skoðanir heimamanna á viðfangsefninu voru tekin viðtöl við fjóra einstaklinga búsetta í Þykkvabæ. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að Þykkvibær er á byrjunarstigi hvað ferðaþjónustu varðar og hefur marga möguleika upp á að bjóða til þess að vaxa sem áfangastaður ferðamanna með nýtingu menningararfs. Viðmælendur komu fram með ýmsar hugmyndir sem gætu orðið að veruleika en voru þó sammála um að til þess að efla svæðið sem ferðamannastað þyrfti að vera afþreying í boði sem aðdráttarafl.

  • Útdráttur er á ensku

    Tourism in Icealand has been growing over the last few years and has gained national importance. Þykkvibær is an urban nucleus located in Suðurland and has been defined on peripheral area because of its location. However, the peripheral areas regions have not yet benefitted from this growth. There is a small supply of tourism in Þykkvibær which has increased over the years, but there are only several different accommodations available in the area. The history of Þykkvibær is remarkable and potato cultivation is their main industry, but these two factors can be defined as their main cultural heritage. The main purpose by this research is to explore Þykkvibær as a tourist destination and if/how it is possible to use the cultural heritage as an attraction in tourism. Concepts and definitions will be examined with theoretical mode to connect with the main subject and the research question. In order to investigate the views and opinions of local people on the subject, qualitative interviews were conducted with four persons living in Þykkvibær. The results of the investigation revealed that Þykkvibær is at a starting point in tourism and has many potentials to grow as a tourist destination using cultural heritage. Various ideas by the interviewers could become real one day, but in order to promote the area as tourist destination there has to be some activity as an attraction.

Samþykkt: 
  • 16.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þykkvibær sem áfangastaður ferðamanna. Nýting menningararfs sem aðdráttarafls..pdf797.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna