Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29166
Ritgerð þessi er markaðsáætlun sem unnin er fyrir matvælaframleiðandann Pylsumeistarann. En það er sælkeraverslun með pylsur og álegg sem eru framleitt úr úrvalshráefnum. Í verkefninu er reynt að finna þann markað sem fyrirtækið er á og hvaða leiðir í markaðssetningu skili Pylsumeistaranum sem mestum árangri. Til þess að fá skýra mynd af þeim neytendum sem versla við Pylsumeistarann var framkvæmd spurningakönnun í versluninni. Þar voru viðhorf og skoðanir í garð vörunnar kannaðar ásamt því sem reynt var að fá staðfestar þær hugmyndir sem eigandinn hafði um það hver markhópurinn væri.
Niðurstöður voru í takt við það sem búist var við. Þeir sem versla við Pylsumeistarann eru meðvitaðir um það sem þeir neyta og stunda reglulega hreyfingu. Þetta bendir til þess að varan höfði til heilsusinnaðra einstaklinga. Lýðfræðilegar breytur sýna að það eru fleiri karlar en konur sem versla við Pylsumeistarann, þeir búa frekar á Reykjarvíkursvæðinu og eru fleiri en tveir í heimili. Þá virtust viðskiptavinirnir vera á öllum aldri og ekki var hægt að velja sérstakan aldurshóp. Gerð var SVÓT-greining og ytra og innra umhverfið greint. Sjá mátti að ógnirnar liggja í umtali um skaðsemi unninnar matvöru en tækifærin liggja í gæðamerki fyrirtækisins og heilsuvörumarkaðinum. Styrkleikar eru starfsfólkið og það góða orðspor sem af fyrirtækinu fer, veikleikarnir eru heimasíða fyrirtækisins og skortur á þekkingu í markaðsmálum. Að lokum var framkvæmd markaðsmiðun þar sem fyrirtækið var staðfært á markaði. Best væri fyrir Pylsumeistarann að staðfæra sig betur með tilliti til innihalds og heilsu og vinna sig meira inn á þann markað.
This thesis is a marketing plan prepared for a food production company called Pylsumeistarinn, a deli that produces sausage and meat toppings from high quality ingredients. The essays focus is on finding which markets suit the company and in what direction it is most prosperous for it to direct their marketing. To gain a clearer picture of the consumers that do business with the company, it was necessary to perform a questionnaire among them. Their perspectives and opininons towards the products where explored along with trying to confirm the owners believes about who the focus group is.
The results were as expected, the focus group are people who exercise regularly and are aware of what they consume. This indicates that the product appeals to more health conscious group of people. The demographic variables show that there are more men than women who answered the questionnaire, they are more likelly to live in the capital and be more than two people per household. There was a great range in age so it was not possible to find a specific age group.
A SWOT ananlyse was conducted to identify threats and opportunities in the macro environmet and weknessess and strenghts in the micro environment. The threats lie within the fact that there has been a discourse in the society about the harmfulness of processed foods, which could possibly harm the sale of the companies produce. The opportunities lie in Nálaraugað, which is a quality sign conducted by the owner. The companies strenghts lie in the reputation it has and the weaknessess lie in the lack of marketing strageties. The market was segmented and targeted to find that the health market is likely to be a success for the company, so it should be more health oriented in it´s positioning.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
þoramargretsigurdardottir_bs_lokaverkefni.pdf | 882.43 kB | Lokaður til...01.01.2027 | Heildartexti | ||
yfirlysing,_THora_Margret_Sigurdardottir.pdf | 74.42 kB | Lokaður | Yfirlýsing |