is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29167

Titill: 
 • Ef - eðli sjálfsefasemda í listrænu og skapandi vinnuferli
 • Titill er á ensku If - self doubt in atristic and creative working process
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sjálfsefasemdir hafa verið rannsóknarefni heimspekinga, félagsfræðinga og sálfræðinga í áraraðir en fyrirbærið hefur einnig snertifleti við menningarstjórnun.
  Í þessu verkefni verða sjálfsefasemdir nokkurra listamanna skoðaðar og varpað verður fram spurningum um eðli sjálfsgagnrýni og óöryggis í skapandi vinnuferli.
  Af frásögnum listamannanna í þýðinu að dæma, virðast sjálfsefasemdir vera órjúfanlegur hluti af sköpunarferli þeirra og hafa mikil áhrif á hvernig þeir vinna. Sjálfsefasemdir þátttakenda í skapandi verkefnum virðast því geta haft áhrif á framleiðni, tímaáætlanir, viðhorf, samstarfsgetu og lokaútkomu.
  Þó áhrif sjálfsefa á frammistöðu hafi til dæmis verið rannsökuð meðal íþróttamanna, eins og fjallað verður nánar um síðar, hafa áhrif sjálfsefasemda á listræna og skapandi vinnu ekki verið rannsökuð, að mér vitandi. En til að skilja betur hvers konar afl sjálfsefi er í listrænu vinnuferli, ákvað ég að nálgast viðfangsefnið með því að gera eins konar eigindlega rannsókn og taka ítarleg viðtöl við fimm íslenska listamenn. Í þýðinu eru listamenn sem fást við ólíkar listgreinar, ritstörf, tónlist, myndlist og leiklist og eiga það sameiginlegt að hafa allir náð langt á sínu sviði og öðlast viðurkenningu fyrir störf sín. Í viðtölunum bað ég listamennina um að lýsa reynslu sinni af sjálfsefasemdum. Viðtölin voru tekin upp á vídeó og klippt saman í heimildarmynd. Þetta verkefni samanstendur því af tveimur hlutum, heimildarmynd og skýrslu sem saman mynda eina heild. Í skýrslunni er útskýrt hvaða ástæður liggja að baki vali á rannsóknarefni, hvaða aðferð stuðst var við við gerð myndarinnar og muninn á því sem til stóð að gera og hinni eiginlegu útkomu. Myndin er framsetning á niðurstöðum rannsóknarinnar. Hún er aðgengileg á Youtube.

Athugasemdir: 
 • Lokaverkefnið er tvíþætt, annars vegar þessi skýrsla og hinsvegar heimildarmynd á þessari slóð: https://www.youtube.com/watch?v=wcNuMHLgGMg
Samþykkt: 
 • 17.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ef,+lokaverkni+i+menningarstjornun,+THora+Tomasdottir.pdf7.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna