is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29168

Titill: 
  • Milliliðalaus sönnunarfærsla með stofnun Landsréttar.
  • Titill er á ensku First hand proof of evidence with the establishment of Landsréttur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrirmæli um meginregluna um milliliðalausa sönnunarfærslu er að finna í ákvæðum 6. gr. MSE og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, um réttláta málsmeðferð, ásamt ákvæðum í lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála og lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Lögin greina frá þeim réttarfarsreglum sem skal fylgja við rekstur einkamála og sakamála fyrir dómstólum. Ritgerðin varpar ljósi á hvert inntak reglunnar um milliliðalausa sönnunarfærslu er og hvernig henni er framfylgt með núverandi tveggja stiga dómkerfi og hvernig henni er betur fylgt með stofnun millidómstigs sem færir íslenska dómskipan nær því skipulagi sem er á Norðurlöndunum. Reglan spilar stórt hlutverk ásamt þeim reglum sem falla undir meginregluna um réttláta málsmeðferð fyrir dómstólum. Landsréttur er áfrýjunardómstóll á millidómstigi og mun hann koma til með að létta af því mikla álagi sem er á Hæstarétti Íslands sem hefur starfað sem áfrýjunardómstóll, en honum er einnig ætlað að hafa fordæmisgefandi hlutverk. Landsréttur hefur heimild til að taka til endurskoðunar öll atriði dóma héraðsdóms og framkvæma munnlegar skýrslutökur eftir því sem nauðsyn er. Rannsókn á því hvernig milliliðalaus sönnunarfærsla er tryggð með stofnun Landsréttar byggir að mestu á lögum, dómum og ritum fræðimanna, leitast er við að skýra hugtök og efni skilyrða. Í niðurstöðum ritgerðarinnar má finna greiningu á skilyrðum milliliðalausrar sönnunarfærslu og samspili hennar við aðrar reglur, ásamt því hver afmörkun hennar er í dómaframkvæmd og ákvæðum laga. Að lokum má finna niðurstöður og skýringar á því hvernig málsmeðferð verður fyrir Landsrétti og með hvaða hætti meginreglan um milliliðalausa sönnunarfærslu er tryggð fyrir áfrýjunardómstólnum.

Samþykkt: 
  • 17.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð_Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir..pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna