is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29169

Titill: 
  • Gengisvarnir hótela og gistiheimila
  • Titill er á ensku Currency hedging strategies used by lodging firms
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gengi gjaldmiðla er áhættuþáttur í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja og hefur sterk staða íslensku krónunnar leitt til neikvæðra áhrifa á afkomu þeirra. Megintilgangur þessa rannsóknarverkefnis er að varpa ljósi á stöðu hótela og gistiheimila á Íslandi með tilliti til gengisþróunar íslensku krónunnar og rannsaka hvernig þau bregðast við gengisáhættu. Í verkefninu er fjallað um ferðaþjónustu í heild sinni, hótel og gistiheimili, gengisstyrkingu krónunnar og gengisáhrif. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð til að fá innsýn inn í reynsluheim viðmælenda. Tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga sem starfa við fjármálastjórnun hjá ólíkum gistifyrirtækjum sem reka hótel og gistiheimili.
    Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að gistifyrirtæki sem reka hótel og gistiheimili geta hagrætt hjá sér rekstri með ýmsu móti til draga úr gengisáhættu og ber þar hæst að minnka misvægi á milli hlutfalls tekna og gjalda sem fellur til í erlendri mynt. Það bendir til þess að fækkun langtímasamninga við ferðaskrifstofur í erlendri mynt og aukin áhersla á tekjustýringu á sölu til almennra viðskiptavina, geri gistifyrirtækjum kleift að standa betur að vígi gagnvart gengisáhættu en ella. Gistifyrirtæki geta einnig dregið úr gengisáhættu með framvirkum samningum og með erlendri lánsfjármögnun í sömu mynt og erlendu tekjurnar eru í. Almenn gengisáhætta er þó ávallt fyrir hendi óháð því hvort tekjur fyrirtækja séu í erlendri mynt eða krónu því að gengisstyrking krónunnar gerir Ísland að dýrari áfangastað fyrir erlenda ferðamenn sem gæti dregið úr eftirspurn eftir gistiherbergjum á hótelum og gistiheimilum og jafnframt komum erlendra ferðamanna til landsins.

Samþykkt: 
  • 17.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PalmiFreyrSigurgeirsson_BS_lokaverk.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna