en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2917

Title: 
  • is Áhrif jákvæðrar styrkingar á ýfingu litar í sjónleit
Abstract: 
  • is

    Ýfingaráhrif (priming effects) eru ómeðvituð áhrif af því sem við höfum upplifað nýlega á það sem við upplifum næst á eftir og fela í sér að úrvinnsla eiginleika sem eru endurteknir verður auðveldari. Eiginleikar ýfingaráhrifa og tengsl þeirra við virkni í heilastöðvum hafa mikið verið rannsökuð með sjónleitarverkefnum þar sem fólk greinir markáreiti frá öðrum áreitum á tölvuskjá. Kenningar eru uppi um að ýfingaráhrif séu ein birtingarmynd frumstæðs minniskerfis sem hjálpar okkur að beina athyglinni að áreitum sem nýlega hafa verið okkur mikilvæg. Í þessum tilraunum var notast við sjónleitarverkefni með útstökksáhrifum (pop-out) en útstökksáhrif eru þegar markáreitið sker sig úr hópi annarra áreita. Markmið þessara tilrauna var að kanna hvaða áhrif styrking (reinforcement) hefur á ýfingaráhrif litar. Styrking er þegar atburður eða áreiti eykur líkur á hegðun og benda rannsóknir til þess að hún gegni mikilvægu hlutverki í námi. Styrkirnir í þessari tilraun voru stig sem gefin voru fyrir svörun og voru stigin greidd út sem inneign í bókabúð. Tilgátur tilraunarinnar voru að meiri ýfingaráhrif kæmu fram þegar fólk fékk háan styrki en lágan fyrir svörun og að þegar styrkingarskilmálar breyttust myndu ýfingaráhrifin fylgja. Niðurstöðurnar sýna að styrking hefur áhrif á svartíma þegar litur markáreitis er endurtekinn og þær gefa vísbendingu um að ýfingaráhrif fylgi styrkingarskilmálum. Áhrif styrkingar á ýfingaráhrif gætu huganlega skýrt einhvern hluta styrkingarnáms (reinforcement learning).

Accepted: 
  • Jun 2, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2917


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
nleit_fixed.pdf1.78 MBOpenHeildartextiPDFView/Open